fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. júlí 2020 09:40

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í Stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, liggur ekki á skoðunum sínum nú frekar en áður. Nú blandar Hannes sér í umræður um yfirburði einkareksturs fram yfir opinberan reksturs og skal engan undra hvoru megin línunnar Hannes staðsetur sig. Segir Hannes að opinberir starfsmenn séu besta fólk, en þó gerist eitthvað minna hjá þeim í vinnunni en starfsfólki í einkageiranum. Hannes skrifar:

Það þarf ekki að auka fjárveitingar í löggæslu, heilsugæslu og kennslu. Það þarf að nýta fjármunina betur, og það verður best gert með því að virkja ávinningsvonina. Opinberir starfsmenn eru besta fólk, eins og allir aðrir, en þegar ég þarf að eiga við þá, blöskrar mér, hversu sama þeim virðist vera um verkefnin. Sumt, sem tíðkast í opinberum stofnunum, yrði ekki liðið í vel reknum einkafyrirtækjum (og illa rekin fyrirtæki hrekjast út af markaðnum, ef samkeppnin er nógu fjörug).

Nokkrir opinberir starfsmenn, núverandi og fyrrverandi, bregðast ókvæða við. „Mér finnst nú frekar hátt reist til höggs gagnvart opinberum starfsmönnum,“ segir ein,  „var sjálf meðal þeirra og mótmæli því að þessum hópi sé svona almennt sama um starfsskyldur sínar.“

Annar bendir Hannesi á að sóun eigi sér vissulega stað í einkageiranum líka og bendir á Helguvík og ævintýri United Silicone þar.

Björn Bjarnason, fyrrum dóms- og kirkjumálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur svo inn að alhæfingar eigi ekki við um þetta frekar en annað:

Alhæfing á ekki við um þetta frekar en annað. HHG verður að nefna dæmi. Varla þekkist þetta innan HÍ? Ég hef víða kynnst starfi opinberra starfsmanna án þess að þurfa að kvarta. Ef ég ætti að nefna eitt opinbert fyrirtæki sem ég á mikil viðskipti við og mundi örugglega stórbatna við einkarekstur nefni ég Laugardalslaugina.

Vísar Björn í Háskóla Íslands, þar sem Hannes hefur kennt stjórnmálaheimspeki, meðal annars, frá því á 9. áratug 20. aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið