fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júlí 2020 12:33

Hörður Ægisson og Ólína Þorvarðardóttir. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja, nú get ég ekki lengur orða bundist eftir lestur á leiðara Fréttablaðsins þar sem ráðist er að forystu verkalýðshreyfingarinnar og látið í veðri vaka að hún vinni gegn hagsmunum lífeyrissjóðanna,“ segir Ólína Þorvarðardóttir fræðimaður í nýjum Facebook-pistli sem margir eru að deila. Tilefnið er leiðari Fréttablaðsins sem DV gerði skil í morgun, en þar sagðist hann koma til greina að Seðlabankinn vísaði gjörningi hans til ákæruvaldsins.

Tilefnið er yfirlýsing Ragnars Þórs um að fulltrúar VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna ættu að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn taki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing var viðbragð við þeirri ákvörðun Icelandair á dögunum að slíta viðræðum við Flugfreyjusamband Íslands (FFÍ) og segja öllum flugfreyjum upp störfum. Tveimur sólarhringum síðar undirrituðu Icelandair og FFÍ nýjan kjarasamning sem nú er í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum.

Hörður fer hörðum orðum um afskipti Ragnars Þórs af málefnum lífeyrissjóðsins og sakar hann um skuggastjórnun, þ.e. að hlutast til um ákvarðanir lífeyrissjóða á grundvelli hagsmunabaráttu. Hörður segir:

„Ef þeir hafna því að taka þátt í útboði Icelandair munu eðlilega vakna strax grunsemdir um að þeir lúti skuggastjórn. Seðlabankanum er ekki stætt á öðru, vilji hann vernda trúverðugleika sinn, en að grípa umsvifalaust til aðgerða og jafnframt taka til athugunar hvort ástæða sé til að vísa málinu til ákæruvaldsins.“

Hvað með skuggastjórnun markaðsaflanna?

„En hvað með skuggastjórnun markaðsaflanna?“ spyr Ólína, og hvort leiðari Harðar og ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í viðtali við Fréttablaðið, þar sem hann fordæmir einnig meinta skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna, séu ekki einmitt til þess að beita þrýstingi inn í stjórnir lífeyrissjóðanna og stuðla að því að lífeyrissjóður leggi fjármagn til björgunar Icelandair sem stefni í gjaldþrot. Pistill Ólínu er eftirfarandi:

„Jæja, nú get ég ekki lengur orða bundist eftir lestur á leiðara Fréttablaðsins þar sem ráðist er að forystu verkalýðshreyfingarinnar og látið í veðri vaka að hún vinni gegn hagsmunum lífeyrissjóðanna með því að segja fulltrúum sínum fyrir verkum inni í stjórnum sjóðanna. Tilefnið eru vandræði flugfélagsins Icelandair sem leiðarahöfundur virðist telja að kenna megi verkalýðshreyfingunni og afstöðu hennar í kjaraviðræðum. Í sama blaði er viðtal við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra þar sem hann fordæmir „skuggastjórnun“ í stjórnum lífeyrissjóðanna og segir að tryggja verði fullkomið „sjálfstæði“ stjórnanna til ákvarðana. Má af því skilja að verkalýðshreyfingin eigi ekki og megi ekki segja sínum fulltrúum fyrir verkum.

Ég tek að sjálfsögðu undir það sjónarmið að hagsmunir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna hljóti alltaf að verða forgrunnur ákvarðanatöku í stjórnum sjóðanna. Að sjálfsögðu. En eru það hagsmunir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna að bjarga flugfélagi sem er á leið í gjaldþrot og styðja um leið við það sem félagabrjót á vinnumarkaði? Eru það hagsmunir sjóðsfélaga að brjóta niður lögleg verkalýðsfélög og rjúfa um leið þau helgu vé sem umlukið hafa samningsréttinn á vinnumarkaði?

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag segir: „Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar sem er hvað öðru vanstilltara í ofstæki sínu, hefur lagt sitt af mörkum í að leggja stein í götu björgunartilrauna flugfélagsins“. Hann krefst aðgerða gegn þessu forystufólki. Hann heimtar eftirmál! Og Ásgeir Seðlabankastjóri – hófstilltari í orðavali en á sömu nótum – vill breyta lögum.

Ja hérna!

En hvað með skuggastjórnun markaðsaflanna? Er hún ekki við lýði í stjórnum lífeyrissjóðanna? Hvað eru hótanir leiðarahöfundar og þrýstingur Seðlabankastjóra annað en tilraun til skuggastjórnunar?

Nei, gott fólk. Ég ætla rétt að vona að forysta verkalýðshreyfingarinnar og hennar fulltrúar í stjórnum lífeyrissjóðanna hrindi af sér þessum kúgunartilraunum og standi í lappirnar! Standi vörð um vinnuréttinn og eðlileg og siðleg vinnubrögð – standi þannig vörð um hagsmuni sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna! Þeir hagsmunir eru miklir og margslungnir.

Amen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur