fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Mogginn tætir í sig verkalýðshreyfinguna: „Herskár sósíalismi ber dauðann í sér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 13:52

Ragnar, Sólveig og Drífa. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins nálgast bjargbrúnina. Fari slík illa að ráði sínu með fyrirhyggjuleysi og oflæti er björgun hæpin, hversu mikilvægt sem það
er. Ríkisvaldið horfir til heildarhagsmuna umbjóðenda sinna og veruleikans á samkeppnismarkaði. – Hvarvetna ákveða stjórnvöld að skerast í leik. Ekkert fyrirtæki sem yrði eftir á alþjóðlegum berangri ætti lífsvon,“ segir í Staksteinum Morgunblaðsins í dag en þar er skotið föstum skotum á verkalýðsfélögin ASÍ, Eflingu og VR.

Tilefnið er yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingar í tengslum við kjaradeildu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. Staksteinar sækja í smiðju bloggarans Páls Vilhjálmssonar og birta pistil hans þar sem hann segir Eflingu sækja fyrirmyndir til sósíalistaríkisins Venesúela og VR til hinna herskáu og róstursömu gulvestunga í Frakklandi. ASÍ hafi síðan smitast af róttækni Eflingar og VR:

„Herskár sósíalismi ber dauðann í sér fyrir verkalýðshreyfinguna. ASÍ náði völdum og áhrifum í samfélaginu á síðustu öld með samvinnu við hægrimiðjuna
sem er ráðandi í íslensku samfélagi.

Ef ASÍ segir sig frá þeirri samvinnu er úti um verkalýðshreyfinguna. Útlenskir ismar ná aldrei árangri á Íslandi. Sögulega er isma-fólkið eins og Gísli á Uppsölum. Skrítið, sniðugt en ómarktækt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður