fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Kennarafélög að ná kjarasamningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júlí 2020 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú aðildarfélög Kennarasambands Íslands skrifuðu undir kjarasamninga í nótt og morgun, það eru Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla skrifuðu undir nýja kjarasamninga í dag.

Félag leikskólakennara hefur skrifað undir samning sem gildir til 31. desember 2021. Í samningnum er sérstök áhersla lögð á faglegt starf og undirbúning þess. Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands hafa skrifað undir jafnlanga samninga sem fela m.a. í sér samræmingu á kjaramálum félaganna og nýtt mat á starfsreynslu.

Samningarnir verða kynntir félagsmönnum ofangreindra félaga á næstu dögum og atkvæðagreiðsla um gerða samninga fer fram 5. – 7. ágúst næstkomandi.

Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum endurnýjuðu viðræðuáætlanir sínar og taka upp viðræður að loknu sumarfríi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði