fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar virðast ekki átta sig á því að kórónuveiran er ekkert að hverfa úr lífi okkar. Ískaldar efnahagslegar afleiðingar faraldursins eru óumflýjanlegar og þeirra áhrifa mun gæta af fullum þunga allt þar til heimsbyggðin hefur náð tökum á veirunni. Þar sem við blasir hrikalegur samdráttur og tekjutap í þjóðarbúinu er nauðsynlegt að draga mjög úr kostnaði í rekstri hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga.

Þetta er inntakið í grein fyrir Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem hann birtir í  blaðinu í dag. Styrmir skrifar:

„Þess sjást engin merki, að kórónuveiran sé að hverfa úr lífi okkar. Við og við blossar upp bjartsýni um að svo sé en veiran sjálf sér um að slá á hana. Í Bandaríkjunum sýnist veiran sækja fram og það á reyndar við um fleiri lönd. Og þótt okkur hér á Íslandi hafi gengið vel að ná tökum á henni er hún ekki horfin.

Stundum mætti ætla af tali einstakra hagsmunaaðila að þeir telji að hægt sé að „tala veiruna niður“ en hún hlustar ekki á slíkt óraunsætt tal. En þótt baráttan við veiruna gangi upp og niður, eins og gerist, eftir löndum, eru það hinar ísköldu efnahagslegu afleiðingar hennar, sem við munum þurfa að takast á við á næstu misserum og árum. Þær hverfa ekki eins og hendi sé veifað.

 Það hefur gætt bjartsýni hér vegna þess hve vel hefur gengið í okkar samfélagi að ná tökum á veirunni. En á meðan hið sama gerist ekki í öðrum löndum eru litlar líkur á að hin efnahagslega endurreisn í kjölfar hennar nái flugi. Sú endurreisn er einfaldlega háð því, að það takist að ná tökum á veirunni á heimsvísu. Það dugar lítið, þótt það hafi tekizt hér og í nokkrum öðrum löndum. Miðað við bjartsýnar umræður hér mætti ætla að fólk áttaði sig ekki á þessu samhengi.“

Stórátak þarf til að draga úr kostnaði

Styrmir segir að stórátak þurfi til að draga úr kostnaði í rekstri þjóðarbúsins og það þurfi að gerast án þess að skera niður þjónustu til íbúa. Það þurfi hins vegar að skera niður óþarfa kostnað.

„Það sem á við um ríkið í þessu samhengi á líka við um sveitarfélögin, eins og á var bent hér á þessum vettvangi fyrir viku, þar sem m.a. var fjallað um þá hagræðingu, sem fælist í sameiningu sveitarfélagaá höfuðborgarsvæðinu.

Þetta eru sömu verkefni og blasa við í einkafyrirtækjum og mörg þeirra hafa áreiðanlega þegar hafizt handa við. Og hið sama á við um heimilin í landinu, sem kannski eru smæstu rekstrareiningarnar en fjöldi þeirra hins vegar slíkur að þau vega þungt.

Það á hins vegar við um einkafyrirtækin og heimilin að þetta eru ekki ný sannindi fyrir þau en hið sama verður ekki sagt um hið opinbera á Íslandi.“

Styrmir segir að kórónuveiran knýji allt samfélagið til að taka til hendinni og undirbúa umbætur vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi vegna faraldursins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði