fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 13:04

Vladimir Putin er forseti Rússlands. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá óvenjulegi atburður varð í dag að í Morgunblaðinu birtist aðsend grein eftir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Pútín minnist þess að 75 ár eru liðin frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar en einn stærsti orsakavaldurinn í tapi nasista í stríðinu er talinn vera misheppnuð innrás þeirra í Rússland. Pútín segir:

„75 ár eru liðin frá því að Föðurlandsstríðinu mikla lauk. Það er oft sagt að stríðið hafi markað djúp spor í sögu hverrar fjölskyldu. Í þessum orðum felast örlög milljóna manna, þjáningar þeirra og sársaukafullur missir. Stolt, sannleikur og minning.“

Í grein Pútíns kemur fram að fjölskylda hans leið miklar þjáningar í stríðinu. Bróðir hans lést aðeins tveggja ára gamall en móðir hans lifði af fyrir kraftaverk.

„Höfundur er forseti Rússland,“ stendur undir greininni

Pútín segir að framlag Sovétríkanna og Rauða hersins til sigurs yfir nasistum hafi verið afar mikilvægt:

„Framlag Sovétríkjanna og Rauða hersins var gríðarlega mikilvægt og átti afgerandi þátt í sigrinum gagnvart nasismanum þrátt fyrir að nú til dags sé verið að reyna að sýna fram á annað. Þann 28. apríl 1942 sagði Roosevelt í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar: „Rússneski herinn hefur útrýmt og eyðilagt og heldur áfram að útrýma og eyðileggja meira af mannafla, flugvélum, skriðdrekum og fallbyssum hins sameiginlega óvinar okkar en allar aðrar sameinaðar þjóðir samanlagt“. Churchill skrifaði í bréfi sínu til Stalín 27. september 1944 að það væri „einmitt rauði herinn sem rifi innyflin úr þýsku hervélinni…““

Fram kemur í greininni að næstum 27 milljónir sovéskra borgara hafi látið lífið í stríðinu. Sovétmenn hafi misst hlutfallslega miklu meira fólk í stríðinu en Bandaríkjamenn og Bretar.

„Afstaða okkar er enn óbreytt í dag. Glæpsamlegar gjörðir vitorðsmanna nasista eiga sér enga réttlætingu eða fyrningarfrest,“ segir Pútín en hann óttast að röng endurskoðun sögunnar geti brengjað skilning fólks á síðari heimstyrjöldinni.

Í lok greinar sinnar segir Pútín:

„Með sameiginlegt sögulegt minni að leiðarljósi getum við og verðum að treysta hvert öðru. Þetta skapar traustan grundvöll fyrir sameiginlegar aðgerðir í þágu aukins stöðugleika og öryggis í heiminum, farsældar og velfarnaðar allra þjóða. Það er sameiginleg skylda okkar og ábyrgð gagnvart heiminum, núlifandi og komandi kynslóðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG