fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur úthlutað ríflega 3,6 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hagkvæmum leiguíbúðum sem staðsettar verða víðs vegar um landið.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Leiguíbúðirnar verða í 15 sveitarfélögum, en flestar þó á höfuðborgarsvæðinu.  Fjármagnið verður nýtt til að byggja 438 íbúðir sem og festa kaup á 162 íbúðum. Leiguverð á að vera ódýrt fyrir almenning.

Í tilkynningu segir:

„Stofnframlögin renna til byggingaraðila í almenna íbúðakerfinu og er ætlunin að slá á þann mikla húsnæðisvanda sem lægri og millitekjuhópar hafa mátt stríða við undanfarin ár. Fólk sem leigir íbúð í kerfinu þarf ekki að verja jafn stórum hluta af ráðstöfunartekjum heimilisins til húsnæðis og það myndi í mörgum tilfellum gera á frjálsa leigumarkaðnum og býr við meira öryggi því ekki er hægt að segja upp leigunni nema að ýmsum skilyrðum uppfylltum.“

Um er að ræða hluta af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að styðja við lífskjarasamninginn.

Gríðarlega mikilvæg viðbót

Í tilkynningu er haft eftir Önnu Guðmundu Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóra HMS, að um gríðarlega mikilvæga viðbót sé að ræða við almenna íbúðakerfið á Íslandi. „Sú mikla eftirspurn sem er eftir stofnframlögum sýnir svo ekki verður um villst að enn er mikil vöntun á hagkvæmum leiguíbúðum þar sem fjölskyldur geta búið sér til öruggt heimili til langs tíma. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld hafi ákveðið að auka framlög til almenna íbúðakerfisins á komandi árum, sérstaklega nú þegar atvinnuleysi hefur aukist í kjölfar COVID-19 og fyrirséð að þörfin eftir ódýru leiguhúsnæði mun aukast sömuleiðis“

Þessir fá stofnframlögin

Byggingaraðilarnir sem fá stofnframlög eru Akureyrarbær, Andrastaðir hses, Bjarg íbúðafélag hses, Brynja – Hússjóður ÖBÍ, Félagsbústaðir hf., Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs., Grunnstoð ehf, f.h. óstofnaðs félags Nauthólsvegur 87 hses, Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðarkaupstaðar, Landssamtökin Þroskahjálp, Leigufélag aldraðra hses., Norðurþing f.h. óstofnaðs hses (Vík hses), Seltjarnarnesbær f.h. Óstofnaðrar hses., Seyðisfjarðarkaupstaður f.h.  óstofnaðrar hses., Strandabyggð f.h. óstofnaðrar hses., Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir hönd óstofnaðrar hses., Vesturbyggð f.h. óstofnaðrar hses.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur