fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Dökkar efnahagshorfur en fyrirhyggja síðustu ára kemur sér vel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 18:00

Seðlabanki Íslands. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hefur gefið út ritið Fjármálastöðugleiki þar sem farið er yfir stöðu efnahagsmála. Ljóst er að efnahagshorfurnar eru dökkar og mikill samdráttur framundan. Svartsýnasta spáin gerir ráð fyrir rúmlega 10% samdrætti landsframleiðslu á þessu ári.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Seðlabankans, segir í grein á Vísir.is að þrátt fyrir dökkar horfur megi margt jákvætt lesa út úr þessum niðurstöðum Seðlabankans. Fyrirhyggjusemi síðustu ára komi sér nú vel. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er 900 milljarðar  króna og segir Anna að hann muni standast viðmið jafnvel þó að mikill gjaldeyrisflótti yrði úr landinu:

„Seðlabankinn og bankakerfið eru vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem eru framundan. Staða hinna kerfislega mikilvægu banka er sterk þó að líkur séu á talsverðri virðisrýrnun útlána næstu misseri og mikil óvissa ríki um raunverulegt virði útlánasafns þeirra. Gjaldeyrisforði Seðlabankans sem hleypur í dag á um 900 milljörðum króna, mun koma til með að standast viðmið jafnvel þótt mikill fjármagnsflótti yrði að veruleika. Enn sem komið er merkjast þó ekki vísbendingar um slíkt.

Fyrirhyggjusemi seinustu ára kemur sér vel. Niðurgreiðsla skulda hefur verið sérstakt forgangsatriði ríkis, fyrirtækja og heimila og sparnaður í sögulegu hámarki. Sú forgangsröðun hefur gert það að verkum að ríkissjóður og heimilin almennt eru í ágætri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem hafa skapast í kjölfar Covid áfallsins til skemmri tíma. Óvissan er engu að síður mikil og alls óljóst hverjar lengri tíma afleiðingar verða.“

Anna bendir á fleiri jákvæð atriði, til dæmis að vextir hafa lækkað mikið, sem léttir á greiðslubyrði heimila og fyrirtækja. Hins vegar hafi kórónuveirufaraldurinn kippt rekstrargrundvelli undan mörgum fyrirtækjum, að minnsta kosti tímabundið. Mörg úrræði ríkisstjórnarinnar til hjálpar fyrirtækjum og heimilium feli í sér frestanir á greiðslum eða aukna skuldsetningu. Óljóst sé hve langt þau úrræði dugi til að koma í veg fyrir vanskil og gjaldþrot.

Allt að tíu prósent atvinnuleysi

Faraldurinn virðist ætla að valda meira atvinnuleysi en fjármálahrunið fyrir 12 árum, ef marka má spá Seðlabankans, en hann gerir ráð fyrir 7-10% atvinnuleysi á þessu ári. Mikil skattlagning og hár launakostnaður íþyngi hins vegar fyrirtækjum og má leiða líkur að því að þeir þættir vinni gegn aukinni atvinnu.

Í lok greinar sinnar segir Anna:

„Skilaboð í riti Seðlabankans eru skýr; ljóst er að tjónið er nú þegar orðið mikið. En við höfum búið í haginn. Fyrirhyggja seinustu ára hefur gert það að verkum að svigrúmið er til staðar til að milda sársaukann af áfallinu. Aðgerðir stjórnvalda til að dempa höggið eru tímabundnar. Þegar jafnvægi hefur náðst og við getum horft upplitsdjörf fram veginn verða ábyrgð og fyrirhyggja að vera leiðarljósið á ný.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG