fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Vigdís gáttuð – „Eru þeir hjá Strætó að missa vitið?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er gáttuð á ljósmæðrastrætóinum sem nú ekur um götur borgarinnar, en um er að ræða auglýsingu frá ljósmæðrafélaginu með textanum: Við tökum vel á móti þér með teikningu eftir Láru Garðarsdóttur af konum fæða börn.

Vigdís skrifar um málið á Facebook:

Eru þeir hjá Strætó að missa vitið?

Hverju á að ná fram með svona auglýsingum?

Nekt er mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu – og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu

Er þetta keypt auglýsing eða að frumkvæði Strætó?
Mér sýnist textinn vera „Við tökum vel á móti þér“ – er þetta auglýsing frá ljósmæðrafélaginu?

Vissulega er um keypta auglýsingu Ljósmæðrafélagsins að ræða, en Strætó greindi frá því þegar vagninn hóf akstur nýverið.

Vigdís bætti svo við í annari færslu að það væri undarlegt að hugsa til þess að listaverk sem sýndi berbrjósta konu í Seðlabankanum hafi verið talið ósiðlegt, en ekki þessi teikning á Strætó:

„Brjóstamynd sem örfáir sáu – eftir einn af meisturunum var tekin niður af vegg í Seðlabankanum – vegna þess að hún særði blygðunarkennd

Nú þykir þessi auglýsing „hipp og cool“ hjá sama fólki
Það þarf ekki að segja neitt meira“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði