Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er gáttuð á ljósmæðrastrætóinum sem nú ekur um götur borgarinnar, en um er að ræða auglýsingu frá ljósmæðrafélaginu með textanum: Við tökum vel á móti þér með teikningu eftir Láru Garðarsdóttur af konum fæða börn.
Vigdís skrifar um málið á Facebook:
„Eru þeir hjá Strætó að missa vitið?
Hverju á að ná fram með svona auglýsingum?
Nekt er mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu – og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu
Er þetta keypt auglýsing eða að frumkvæði Strætó?
Mér sýnist textinn vera „Við tökum vel á móti þér“ – er þetta auglýsing frá ljósmæðrafélaginu?“
Vissulega er um keypta auglýsingu Ljósmæðrafélagsins að ræða, en Strætó greindi frá því þegar vagninn hóf akstur nýverið.
Vigdís bætti svo við í annari færslu að það væri undarlegt að hugsa til þess að listaverk sem sýndi berbrjósta konu í Seðlabankanum hafi verið talið ósiðlegt, en ekki þessi teikning á Strætó:
„Brjóstamynd sem örfáir sáu – eftir einn af meisturunum var tekin niður af vegg í Seðlabankanum – vegna þess að hún særði blygðunarkennd
Nú þykir þessi auglýsing „hipp og cool“ hjá sama fólki
Það þarf ekki að segja neitt meira“
Ljósmæðrafélag Íslands keypti þessa skemmtilegu auglýsingu á rafvagn hjá okkur. Ljósmæðravagninn byrjar á leið 18 í dag og fer sína fyrstu ferð kl. 17:04 frá Spöng. pic.twitter.com/poxTHVmkDU
— Strætó (@straetobs) June 24, 2020