Núna er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini á vefsíðunni island.is. Frá þessu greinir dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, á Twitter þar sem hún deilir mynd af sínu eigin skilríki.
Greinilega hafa margir áhuga á að uppfæra sig í stafrænu ökuskírteinin þar sem vefsíðan hefur vart undan að anna umferðinni sem þangað hefur myndast eftir að opnaðist fyrir umsóknir.
Nú er hægt að sækja sér stafrænt ökuskírteini á https://t.co/4sMWR98Ero 👏🏼 pic.twitter.com/zuppCzEUYX
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) July 1, 2020