Fréttablaðið skýrir frá þessu. Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent, samdi frumvarpið í samráði við formenn stjórnmálaflokkanna. Frestur til að senda athugasemdir við frumvarpið rennur út um miðjan júlí.
Lagt er til að forsetinn geti setið tvö samfelld kjörtímabil að hámarki og að kjörtímabilið verði lengt í sex ár. Einnig er lagt til að forsetaframbjóðendur þurfi að hafa meðmæli að minnsta kosti 2,5% kosningabærra manna. Miðað við kjörskrá nýafstaðinna forsetakosninga þá hefði þurft meðmæli um 6.300 manns til að geta boðið sig fram.
Einnig er lagt til að ákvæðum um hlutverk forsetans verði breytt, aðallega til samræmis við ríkjandi framkvæmd. Til dæmis fallin formleg heimild forseta til að fella niður saksókn felld niður og hlutverk hans við stjórnarmyndun verður skýrt og fært nær ríkjandi framkvæmd að því er segir í frumvarpinu.
Einnig er lagt til að Alþingi fái aukið forræði yfir eigin starfi og hlutverk forseta við setningu þess og frestun á fundum verði takmarkað. Einnig er lagt til að Alþingi geti fellt úr gildi lög sem forsetinn hefur synjað staðfestingar til að afstýra þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er lagt til að forsetinn verði ekki lengur ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum nema þeim sem hann framkvæmir að tillögu ráðherra og ráðherrar bera ábyrgð á.