Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að frumvarpi um skipun sendiherra verði frestað fram á haust en það hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar og umsagnaraðila. Unnið er að breytingum á umdeildu samkeppnislagafrumvarpi til að liðka fyrir samningum um þinglok. Fréttablaðið hefur eftir Birgi Ármannssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að samningar verði ekki í höfn fyrr en allir eru komnir um borð. Nú sé fyrirstaðan hjá Pírötum. Þeim standi til boða að málið verði tekið á dagskrá en þeir vilji einnig fá að ráða afgreiðslu málsins og þar strandi á samningum sem hafi að mestu náðst á milli þingflokka.
„Við viljum bara að annaðhvort verði frumvarpið samþykkt og gert að lögum eða þingmenn hafni því í atkvæðagreiðslu.“
Hefur Fréttablaðið eftir Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata.