fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Þetta er helsta banamein Íslendinga

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 09:08

Illkynja æxli. Þau koma í allskyns stærðum og gerðum. Þetta er eitt af stærri gerðinni. Skjáskot af vef Parotid.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illkynja æxli er helsta dánarorsök Íslendinga, ásamt hjartasjúkdómum, samkvæmt tölfræðisamantekt Landlæknisembættisins fyrir árið 2019. Hefur það verið raunin um árabil.

Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir að illkynja æxli séu algengasta dánarorsök landsmanna þá hafi aldursstöðluð dánartíðni vegna þeirra lækkað nokkuð frá árinu 1996. Er dánartíðnin heldur hærri meðal karla en kvenna en tíðnin hefur hins vegar lækkað meira hjá körlum heldur en konum undanfarna áratugi.

„Flestir karlmenn sem létust vegna krabbameina árið 2019, dóu vegna illkynja æxlis í blöðruhálskirtli og vegna illkynja æxlis í barkakýli, barka, berkju og lunga. Andlát flestra kvenna sem létust vegna krabbameina árið 2019 má rekja til illkynja æxlis í barkakýli, barka, berkju og lunga og til illkynja æxlis í brjósti,“

segir í samantektinni.

Bættur lífstíll og framfarir

Að jafnaði deyja fleiri karlmenn af völdum hjartasjúkdóma heldur en konur:

„Aldursstöðluð dánartíðni hjartasjúkdóma hefur þó lækkað verulega frá árinu 1996 og á það bæði við um karla og konur. Meðal karla hefur aldursstöðluð dánartíðni vegna þessara sjúkdóma lækkað um tæplega 54% frá árinu 1996 en um tæplega 41% hjá konum á sama tímabili. Þessi jákvæða þróun síðustu áratuga skýrist að miklu leyti af breyttum og bættum lífsstíl en þó einnig af framförum í læknisfræðilegri meðferð. Á hitt ber að líta að á síðustu árum hefur orðið veruleg aukning á offitu og sykursýki af tegund II á Íslandi. Það, ásamt hækkandi meðalaldri þjóðarinnar, getur orðið til þess að verulega muni hægja á þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við hjartasjúkdóma,“

segir í samantektinni.

Fleiri látast úr Alzheimer

Dánartíðni þeirra sem látast hafa úr Alzheimersjúkdómnum hefur hækkað nokkuð undanfarin ár. Um síðustu aldamót létust 12 af hverjum 100 þúsund af þeim völdum, en í fyrra var tíðnin 48 á hverja 100 þúsund íbúa.

Tekið er fram að breytingar á skráningu dauðsfalla hafi einnig áhrif á hækkandi tíðni, en mestu muni um hækkandi lífaldur landsmanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður