Vordís Eiríksdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Guðjón H. Eggertsson, deildarstjóri hjá HS Orku, og Maryam Khodayar, ráðgjafi, voru einnig kjörin í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Fjölnýting jarðvarmans í aðalhlutverki
Vordís er jarðeðlisfræðingur og starfar sem forstöðumaður jarðvarmareksturs hjá Landsvirkjun sem rekur þrjár gufuvirkjanir; Kröflu, Þeistareyki og gufustöðina í Bjarnarflagi. Hún tekur við formennsku af Sigurði H. Markússyni, viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun, sem gegnt hefur formennsku í tvö ár.
„Lífsgæðin sem nýting jarðvarmans hefur fært þjóðinni er óumdeild en ég held við séum hvergi nærri hætt, möguleikar í fjölnýtingu og nýsköpun tengdri jarðhita eru miklir og á tímum sem þessum er mikilvægt sem aldrei fyrr að styðja við áframhaldandi uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja í geiranum“,
sagði Vordís í ávarpi til fundargesta í gær.
„Á síðustu öld var unnið gríðarmikið starf við hagnýtingu jarðvarmans og stóð þar uppúr uppbygging hitaveitu og rafmagnsframleiðslu. Ég vona, og okkur sýnist allt stefna í að á þessari öld verður fjölnýting jarðvarmans í aðalhlutverki.“
Guðjón H. Eggertsson starfar sem deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku. Maryam Khodayar starfar sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundar jarðvísindarannsóknir í orkugeiranum. Þau taka við stjórnarsetu af Kristínu Völu Matthíasdóttur, HS Orku, sem setið hefur í stjórn frá árinu 2012 og Lovísu Árnadóttur, Samorku.
Stjórn JHFÍ skipa að loknum aðalfundi 2020:
Vordís Eiríksdóttir, formaður, Landsvirkjun
Daði Þorbjörnsson, ÍSOR
Guðjón H. Eggertsson, HS Orka
Gunnar Gunnarsson, Orkuveita Reykjavíkur
Lilja Tryggvadóttir, Mannvit
Maryam Khodayar, ráðgjafi
Sigrún Nanna Karlsdóttir, Gerosion