fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

„Þetta eru mjög slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 21. júní 2020 13:45

Þórólfur Matthíasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið mikla athygli í vikunni og sitt sýnist hverjum um hæfi hans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sagði fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á mánudag, að fræðimenn gætu valdið sér sjálfsskaða með því að fara inn á vettvang stjórnmálanna með stórvirkum hætti. Vísaði Bjarni til þess þegar Þorvaldur líkti Sjálfstæðismönnum sem töluðu um lýðræði, við nasista sem auglýstu gasgrill, árið 2018.

Í helgarblaði DV er rætt við fjóra fræðimenn úr Háskóla Íslands um málið og hvernig það horfir við þeim.

Ekki hvetjandi fyrir hvassyrta

„Burtséð frá persónum og leikendum, ef maður lítur á það sem út úr þessu ferli kemur, þá er það nú ekki beinlínis hvetjandi fyrir þá sem eru í akademíunni eða þá sem eru starfsmenn ráðuneytanna, að hafa sjálfstæða skoðun. Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið,“

segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor.

Hann telur málið hverfast um þröngsýni í fjármálaráðuneytinu:

„Þeir sem eru dálítið hvassyrtir, þó þeir séu afburða fræðimenn eins og í þessu tilfelli og þekktir utan landsteinanna, virðast ekki metnir að verðleikum. Ekki er litið á faglega getu í þessu samhengi, heldur ræður eins konar hrepparígur för.“

Öðruvísi ef „omvendt“

Aðspurður hvort hann teldi líklegt að vinstristjórn myndi ráða hægrisinnaðan fræðimann til svipaðra starfa, ef aðstæðum yrði snúið við, taldi Þórólfur svo vera, nema umræddur maður væri Hannes Hólmsteinn Gissurarson:

„Hannes er ekki hæfur til slíkra starfa. Þarna er ólíku saman að jafna. Það er stórkostleg móðgun við Þorvald að bera þá saman. En ef þetta væru til dæmis Jón Daníelsson eða Þráinn Eggertsson, þá er ég ekki viss um að vinstristjórn myndi þvælast jafn mikið fyrir þeim og Sjálfstæðisflokkurinn í tilfelli Þorvaldar.“

Segir frekar en þegir

Sjálfur segist Þórólfur hafa fengið að kenna á því fyrir að vera ekki „þægur“, þar sem þvælst hafi verið fyrir honum við gagnaöflun og vísindastarfsemi sína:

„Já, ég finn vel fyrir því, ég er ekki beðinn um að vera í stjórnum, nefndum og ráðum nema í undantekningartilvikum. Ég efast ekki um að ef ég hefði hagað málflutningi mínum með öðrum hætti og verið þægur, þá hefði það eflaust skilað sér betur í budduna. En það gerist oft að látið er eins og maður hafi enga þjálfun eða þekkingu á því sem maður er að tjá sig um og það er frekar hlægilegt og kannski það sem verið er að gefa í skyn í þessu máli,“

segir Þórólfur um mál Þorvaldar Gylfasonar.

Aðspurður um hvort kunningjasamfélagið hafi máke ráðið för í máli Þorvaldar, líkt og Bjarni Benediktsson gaf í skyn, sagði Þórólfur:

„Mér fannst þetta nú ómaklegt gagnvart aðila sem kemur að vali Nóbelsverðlaunahafa, en Bjarni þekkir nú kunningjasamfélagið betur en ég.“

Lesa má greinina í heild sinni í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni