fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Birtir lista yfir efnilegustu stjórnendur Íslands og helstu vonarstjörnur viðskiptalífsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 21. júní 2020 12:00

Andrés Jónsson. Mynd-Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Jónsson, eigandi Ráðgjafafyrirtækisins Góðra samskipta, hefur birt lista yfir þá 40 stjórnendur sem hann telur þá efnilegustu á landinu, undir 40 ára aldri. Er þetta í annað skipti sem listinn er gefinn út, en listinn verður gerður á tveggja ára fresti:

„Hugmyndin með listanum er að beina sjónum að ungu fólki sem er að ná eftirtektarverðum árangri á sviði stjórnunar og sem hefur fengið skjótan frama og góð tækifæri á sínu sviði. Á honum eru einstaklingar sem geta hugsanlega reynst fyrirmyndir fyrir ungt fólk sem stefnir hátt í atvinnulífinu en einnig hjálpar útgáfa hans okkur að fylgjast með öflugu fólki sem gæti komið við sögu hjá ráðningardeild Góðra samskipta,“

segir Andrés.

Aukning meðal kvenna

Andrés nefnir að ekki séu birtar tilnefningarnar, en segir ánægjulegt að 60% þeirra sem tilnefndir voru séu konur, sem sé ríflega þriðjungs aukning frá fyrri lista.

„Ekki er um vísindalega könnun að ræða en vonandi er þetta vísbending um að ungar konur í atvinnulífinu séu að fá meira rými en áður. Þess ber þó að geta að í kauphöllinni er staðan enn óbreytt, ekkert skráð fyrirtæki á Íslandi hefur ráðið konu í forstjórastarf síðustu ár.“

Hækkandi aldur

Andrés segir einnig að forstjórar séu fæstir undir fimmtugu í viðskiptalífinu:

„Þá kom einnig fram í samtölum okkar við stjórnarmenn og fjárfesta að leiðin sé að lengjast fyrir ungt fólk í viðskiptalífinu. Margir áttu í erfiðleikum með að nefna nokkurn yngri æðsta stjórnanda á nafn og þegar litið er yfir sviðið þá sést að þorri allra stjórnenda í efstu og næstefstu lögum viðskiptalífsins er í dag eldri en 40 ára. Þetta er breyting, áður fyrr þekktist að forstjórar væru sumir í kringum þrítugt. Nú eru þeir sjaldnast yngri en 50 ára.“

Vonarstjörnur viðskiptalífsins

Þá er einnig birtur listi yfir 20 vonarstjörnur viðskiptalífsins:

„Vonarstjörnurnar er fólk sem var tilnefnt en komst ekki á aðallistann hjá okkur. Það gæti hins vegar í sumum tilfellum átt eftir að skjóta upp kollinum á honum innan fárra ára,“

segir á heimasíðu Góðra samskipta.

Listana má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur