Háskóli Íslands hyggst leita viðbótarfjármagns hjá stjórnvöldum til reksturs skólans vegna þess metfjölda nemenda sem sótt hefur um grunn- eða framhaldsnám í haust, en hátt í 12 þúsund umsóknir hafa þegar borist, samkvæmt tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor, sem send var á nemendur og starfsfólk skólans í gær:
„Samtal við stjórnvöld um fjármögnun vegna þessarar nemendafjölgunar er þegar hafið og vonumst við til að viðbótarfjármagn fáist vegna þess óhjákvæmilega kostnaðar sem framundan er,“
segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að kennsla við skólann verði með breyttu sniði, til þess að fylgja megi ráðleggingum sóttvarnarlæknis:
Þá verða engir gestir leyfðir í brautskráningunni þann 27. júní, sem verður þó streymt á netinu:
„Áhersla verður lögð á að athöfnin sé örugg m.t.t. sóttvarna. Þannig verður Laugardalshöllinni skipt í tvö svæði, merkt A og B, og verður kandídötum deilt á þau svæði á athöfnunum. Enn fremur verður boðið upp á sérstakt svæði með tveimur metrum á milli sæta fyrir þau sem vilja en kandídatar þurfa að tilkynna það ef þeir hyggjast nýta það svæði.“