fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

70 prósent telja að jafnrétti kynjanna sé náð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið telja um 70% aðspurðra að jafnrétti sé náð hér á landi. Rúmlega 70% sögðust sammála þeirri fullyrðingu að konur hafi jafnan rétt og karlar og rúmlega 9% voru þessu hvorki sammála né ósammála.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Um 80% karla telja að réttindi kynjanna séu jöfn en um 60% kvenna eru þeirrar skoðunar. Um 28% kvenna og 13% karla telja kynin ekki hafa jafnan rétt.

„Ég held að þessi stemning sem skilar sér í niðurstöðum könnunarinnar sýni að það hafa orðið raunverulegar framfarir í þessum málaflokki á síðustu árum og áratugum.“

Hefur Fréttablaðið eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem sagði margt hafa áunnist í jafnréttismálum á síðustu fjórum áratugum. Hún nefndi meðal annars leikskóla, fæðingarorlof og lög um jöfn laun kynjanna.

„Það hafa mörg raunveruleg skref verið stigin sem hafa skilað betra samfélagi. Ég tel nú samt ekki að fullu jafnrétti sé náð. Kannski er stóra forgangsmálið nú baráttan gegn kynbundnu ofbeldi.“

Sagði Katrín sem sagðist einnig telj að einstakir þættir geti haft mikil áhrif og nefndi það að hún telji að miklu skipti að kona hafi verið forseti í sextán ár.

„Nú er ég önnur konan sem gegnir embætti forsætisráðherra. Auðvitað er langt í land með að það verði jafnmargar konur og karlar sem hafa gegnt því embætti, en þróunin er svona í rétta átt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur