„Þessar íbúðir eru yfirleitt fullbúnar sem bendir til þess að þetta séu þessar svokölluðu Airbnb-íbúðir. Þessir aðilar sem eru að leigja út þessar íbúðir eru með allt aðra og hærri ávöxtunarkröfu á sitt eigið fé þannig að þetta lága leiguverð er ekki komið til með að vera til langs tíma þar sem þessar íbúðir munu frekar fara á sölu ef að það rætist ekki úr á ferðamannamarkaðnum,“
segir Vignir.
Hann nefnir að dæmi séu um að leigusalar endurnýji langtímaleigusamninga á lægra verði, en sú lækkun sé ekki varanleg. Sú lækkun hafi hinsvegar orsakað mikla eftirspurn hjá fólki sem hefur til dæmis búið í foreldrahúsum eða í annarskonar leigu.