fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Keyptu fullnustueignir Íbúðalánasjóðs og seldu skömmu síðar með miklum hagnaði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 07:55

Þjóðskrá Íslands er til húsa í Borgartúni 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þess eru dæmi að félög sem keyptu fullnustueignir Íbúðalánasjóðs á sínum tíma hafi selt þær skömmu síðar og hagnast mikið. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hefur árum saman barist fyrir að fá upplýsingar um hverjir keyptu fullnustueignir Íbúðalánasjóð. Hann segir að undanbrögð og feluleikur hafi einkennt vinnubrögð Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttisráðherra, í þessu máli.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þorsteini að hann hafi fyrst óskað eftir upplýsingum um þetta 2017 og að fyrirspurn sem nú hafi loksins verið svarað sé sú sjöunda sem hann lagði fram.

„Ég tel fullt tilefni til þess að rannsaka gaumgæfilega hverjir hafa hagnast á sölu þessara eigna.“

Er haft Eftir Þorsteini sem sagði að þar sem listi yfir þessar eignir sé nú aðgengilegur á vef Alþingis óski hann eftir aðstoð allra sem þekkja til við að rannsaka söluna.

„Ég myndi fagna skilaboðum um eignir sem seldar hafa verið á óeðlilegu verði. Það vita best þeir sem áttu þær,“ sagði hann. Einnig sagði hann að Ásmundur Einar hafi fullyrt að eignirnar hafi verið seldar á markaðsvirði en það haldi ekki vatni í öllum tilfellum.

Hjá Fréttablaðinu kemur fram að Leigufélagið Stefnir ehf. keypti 31 íbúð af Íbúðalánasjóði í tvennum viðskiptum. Félagið keypti 23 íbúðir um mitt ár 2016 og átta í febrúar 2017. Fyrir íbúðirnar, sem keyptar voru í febrúar, greiddi fyrirtækið 163 milljónir. Íbúðirnar voru strax fluttar yfir í annað félag í eigu sömu aðila, Tjarnarverk ehf., og síðan fljótlega seldar áfram. Í maí 2018 seldi félagið sjö eignir og sú síðasta var seld í upphafi árs 2020. Aðeins sex kaupsamningar eru aðgengilegir en á þeim sést að söluverð þessara sex eigna var 277 milljónir. Fréttablaðið segir að ætla megi að söluverð hinna íbúðanna hafi ekki verið undir 40 milljónum fyrir hverja og eina og hafi félagið hagnast um 100 milljónir á íbúðum Íbúðalánasjóðs á skömmu tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur