Af þeim stjórnamálamönnum sem skipaðir hafa verið sendiherrar fyrir utanríkisþjónustu Íslands, hafa flestir komið úr Sjálfstæðisflokknum, eða 12 talsins. Þar næst er Alþýðuflokkurinn með níu og síðan Framsóknarflokkurinn með þrjá. Aðrir flokkar hafa fengið samtals fjóra sendiherra.
Þetta kemur fram í samantekt Björns Jóns Bragasonar í helgarblaði DV, þar sem fjallað er um utanríkisþjónustuna og hvernig sendiherrastöður hafa verið hluti af samtryggingunni meðal stjórnmálamanna.
Sjá einnig: Feitustu bitlingarnir brátt úr sögunni
Listann yfir stjórnmálamennina má sjá hér að neðan, en taka skal fram að margir aðrir sendiherrar hafa verið pólitískt skipaðir, þó þeir teljist ekki til stjórnmálamanna.