fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Sífelld leit að óvinum ein helsta ógnin segir Þórdís Kolbrún

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 13:30

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra telur að sundrung sé ein helsta ógn hins opna samfélags. „Nánar tiltekið sú tilhneiging að leita sér sífellt að óvinum og gera ágreining við þá að sínu stærsta og jafnvel eina viðfangsefni,“ segir Þórdís Kolbrún í pistli í Sunnudagsmogganum.

„Ég er auðvitað ekki að segja að við eigum að vera sammála um allt. En við eigum ekki að búa til sem mestan ágreining af sem minnstu tilefni. Ef við greinum sum ágreiningsmál samtímans, hér á landi og erlendis, kemur í ljós að stríðandi fylkingar eru vissulega ósammála um áherslur en meira og minna sammála um grundvallaratriði. Lykilsetning hjá báðum hópum er eitthvað á þessa leið: „Að sjálfsögðu er ég sammála því, en aðalatriðið er að …““

Þórdís Kolbrún tekur nokkur dæmi um „dæmigerðar rökræður“ í pistlinum. Hver setning byrjar á „Að sjálfsögðu er ég sammála […] en…“.

Þórdís segir að það séu tvær ástæður fyrir því að við deilum svona harkalega um mál, sem við erum meira og minna sammála um grundvallaratriðin.

„Í fyrsta lagi er raunverulegur áherslumunur til staðar. Hann ætti þó að vera hægt að ræða án æsings og stóryrða þannig að vandinn liggur annars staðar. Vandinn liggur í tortryggni um að hinn hópurinn meini það sem hann segir í fyrri hluta setningarinnar. Að orðin „að sjálfsögðu er ég sammála því að …“ séu yfirvarp, innantóm orð til að drepa málum á dreif. Viðkomandi sé í raun og veru alls ekkert sammála því sem hann segist vera sammála. Það er heilbrigt og eðlilegt að reyna að afhjúpa slíka hræsni. Að pota með rökum og beinskeyttum spurningum í málflutning „andstæðinga“ sinna til að athuga hvort hann er í raun og veru einlægur eða bara yfirvarp og plat. En það er engum hollt að burðast með þá skaðlegu sýn á lífið að allir sem hafa aðrar áherslur séu þar með að ráðast á manns eigin grundvallargildi; að þeir séu óvinir sem sé mikilvægt að skjóta í kaf með öllum tiltækum ráðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris