fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Skipaði fjórðung allra sendiherra Íslands á þremur árum

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 13. júní 2020 14:30

Gunnar Bragi Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, skipaði í ráðherratíð sinni 10 sendiherra milli áranna 2013 og 2016. Þegar hann lét af embættinu voru alls 40 sendiherrar starfandi fyrir Ísland og hafði Gunnar Bragi skipað fjórðung þeirra.

Þetta kemur fram í pistli Björns Jóns Bragasonar í helgarblaði DV, þar sem fjallað er um hvernig sendiherrastöður hafa verið hluti af samtryggingunni meðal stjórnmálamanna.

Sem kunnugt er þá var einn helsti fréttapunktur Klaustursmálsins sá, að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni greiða hjá Sjálfstæðismönnum fyrir að skipa Geir H. Haarde sendiherra skömmu eftir landsdómsmálið og gerði sér grillur um að verða sjálfur sendiherra einn daginn, ef marka má orð hans á Klaustri. Hann bar þó þau orð sín til baka, sagði þau lygi, en taldi sig þó hafa allt til brunns að bera til að verða góður sendiherra.

Davíð á metið

Gunnar Bragi á þó ekki metið í skipan sendiherra. Það er Davíð Oddsson, sem á aðeins einu ári tókst að skipa 11 sendiherra, en þar af voru aðeins tveir úr utanríkisþjónustunni.

Af því tilefni sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, að utanríkisráðuneytið hefði verið notað nánast eins og:

„…ruslakista fyrir stjórnmálamenn sem hafa komist að endanum á sínum ferli.“

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris