fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Eyjan

Helga Vala er ekki gáttuð -„Nei, Bjarni, valdníðsla ykkar sjálfstæðismanna kemur mér ekkert á óvart“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 11. júní 2020 12:42

Helga Vala Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur varið ákvörðun fjármálaráðuneytisins að mæla gegn Þorvaldi Gylfasyni, hagfræðiprófessors, í starf ritstjóra fræðiritsins Nordic Economic Policy Review. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir skýringar Bjarna og sakar hann um valdníðslu.

„Bjarni Benediktsson hefur nú tjáð sig um sitt faglega meinsæri (Berufsverbot) gagnvart Þorvaldi Gylfasyni. Hann segist að sjálfsögðu bera ábyrgð á því að ráðning Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræns hagfræðitímarits var afturkölluð, enda starfsmenn ráðuneytis í umboði og á ábyrgð ráðherra. En hann segir fleira. Hann segir að hann hafi verið afar skýr með að ráðning ÞG [Þorvalds Gylfasonar] kæmi ekki til greina enda telji hann að sýn og áherslur ÞG í efnahagsmálum geti engan veginn „stutt við stefnumótun ráðuneytis sem hann stýri“. Þá klikkir hann út með að ÞG hafi ekkert notið stuðnings allra ríkja, en minnist ekki orði á þá undrun sem barst út meðal fulltrúa annarra ríkja þegar fjármálaráðuneytið íslenska greip inn í ráðninguna með þessum hætti.“

Helga Vala segir að þetta hafi þó ekki komið henni á óvart og segir það undarlegt að tala um að fræðirit þurfi að styðja við stefnumótun fjármálaráðuneytisins á Íslandi þegar um samnorrænt rit er að ræða. 

„Nei, Bjarni, valdníðsla ykkar sjálfstæðismanna kemur mér ekkert á óvart en mig langar þó að benda á fáeina hluti: Þetta fræðirit er ekki gefið út til að styðja við stefnumótun fjármálaráðuneytisins á Íslandi heldur fagrit til upplýsinga – óháð stjórnmálaflokkum og þeirra afskiptum. Ég átta mig á því að það er þér og ykkur í Sjálfstæðisflokknum framandi, en það tíðkast víða um heim að óháð fagrit séu gefin út, ekki til að þóknast hagsmunaöflum heldur til faglegrar upplýsingar.“

Helga gengur enn lengra og sakar Sjálfstæðisflokkinn um einræðistilburði.

„Það er vandasamt að fara með vald. Það fer ykkur afskaplega illa og ég er ekki frá því að eftir því sem líður á kjörtímabilið séuð þið æ meira að færa ykkur nær einræði en lýðræði með valdníðslu, sýndarsamráði og ofsaköstum.“

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 1 viku

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle