fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Alma landlæknir móðgar hjúkrunarfræðinga – Taldir ónauðsynlegir við skimun

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 16:08

Alma Möller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Möller, landlæknir, sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt væri að komast langt áfram með skimunarverkefni yfirvalda við landamærin, án aðkomu hjúkrunarfræðinga, ef til verkfalls þeirra kæmi. Hægt væri að fá aðra heilbrigðisstarfsmenn til að koma að vinnu við sýnatöku og vel yrði hægt að leysa úr málinu þar sem hjúkrunarfræðingar taki ekki þátt í greiningu sýnanna.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir þetta sjónarmið, að fleiri stéttir gætu sinnt þessu, en sagði þó ekki ljóst hvort hægt yrði að halda skimun við landamærin áfram ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kæmi.

Hættulegt fordæmi

Þessi orð Ölmu fóru alls ekki vel í formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Guðbjörgu Pálsdóttur, sem gagnrýndi Ölmu harðlega fyrir ummælin í frétt RÚV.

Hún sagði aðkomu hjúkrunarfræðinga meiri en að stinga pinna upp í nef fólks:

„Ég er algjörlega ósammála þessu. Þetta skapar náttúrlega hættulegt fordæmi upp á framtíðina að ætla að láta aðrar stéttir ganga í störf hjúkrunarfræðinga og það á þeim forsendum að það sé kjaradeila í gangi, en ekki sé verið að viðhafa hefðbundið verklag. Það er þannig að öllu jöfnu að það eru hjúkrunarfræðingar sem að taka þessi strok og það er ekkert að ástæðulausu. Að baki störfum hjúkrunarfræðinga liggur langt nám og færni og mikil reynsla og númer eitt, tvö og þrjú snýst þetta um öryggi sjúklinga. Þetta er ekki eitthvað bara að setja pinna upp í nef á fólki og síðan snúist þetta allt um úrvinnslu sýnisins. Það er mjög mikill misskilningur.“

Þarf að skoða framtíðaraðkomu í sýnatökum

Þá nefndi hún einnig að aðrir gæti vissulega sinnt þessu, en það gangi ekki til lengdar. Hún óttaðist einnig að þetta myndi ýta undir atgervisflótta úr stéttinni og hún myndi taka þetta upp við stjórnvöld:

„Já, að sjálfsögðu gerum við það. Ég hef þegar átt nokkur samtöl og mun halda  áfram að eiga þau því ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að þau ætli sér að gefa þetta fordæmi upp á framtíðina. Ef að þetta er reyndin, þá má líka skoða hlutverk hjúkrunarfræðinga í þessum sýnatökum til framtíðar yfirhöfuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður