fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Fasteignamatið hækkar enn – Sveitarfélögin hvött til að lækka fasteignaskatta í kreppuástandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur sveitarfélögin eindregið til að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár. Íþyngjandi skattbyrði vegna hækkana fasteignamats undanfarin ár gerir fyrirtækjum víða um land erfitt fyrir að ná sér á strik eftir kreppuna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar,“

segir á vef FA í dag.

Matið hækkar enn

Þar kemur einnig fram að samkvæmt nýbirtu fasteignamati fyrir árið 2021 hækki  fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu enn, um 1,7% á landsvísu. Undanfarin sjö ár, þ.e. 2013-2019, hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um tæplega 70%. Á sama tíma hækkuðu álagðir fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði úr 15,2 milljörðum króna í 26,7 milljarða, eða um 75%.

„Lækkun álagningarprósentu í nokkrum sveitarfélögum hefur þannig ekki unnið gegn gífurlegri þyngingu á skattbyrði fyrirtækjanna í landinu, sem var 11,5 milljörðum meiri árið 2019 en 2013. Að mati stjórnar FA getur þetta ekki gengið svona áfram. Stjórnin skorar á sveitarfélögin að leggja sitt af mörkum til þess að létta undir með fyrirtækjum, sem þurfa á öllu sínu að halda til að reisa reksturinn við og skapa atvinnu eftir heimsfaraldurinn. Stjórn FA skorar jafnframt á ríkisstjórnina og sveitarfélögin að setjast að samningaborði og semja um nýtt og sanngjarnara kerfi fasteignaskatta á fyrirtæki. Núverandi kerfi, þar sem skattlagning fylgir sveiflum í eignaverði, byggist á flóknum reikniformúlum og er fyrir vikið ógegnsæ og ófyrirsjáanleg, stenst ekki kröfur stjórnarskrárinnar um skýrleika skattlagningarheimilda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur