fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Þorvaldur fékk ekki starfið og krefst skaðabóta – „Hvernig þorirðu að taka þennan slag?“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 14:00

Þorvaldur Gylfason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, fékk ekki starf ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nor­dic Economic Policy Revi­ew sem honum hafði verið boðið, vegna inngrips fjármála – og efnahagsráðuneytisins, sem sagðist ekki geta stutt ráðningu hans vegna pólitískra tengsla hans við stjórnmálaaflið Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur hætti í árið 2013. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins við Norrænu ráðherranefndina, sem Þorvaldur fékk afhent á grundvelli upplýsingalaga og Kjarninn greinir frá.

Of pólitískur

Þorvaldi var tilkynnt þann 13. nóvember að hann myndi ekki fá starfið og telur hann að rangfærslur fjármálaráðuneytisins sé ástæðan, enda hafi ráðuneytið ekki séð sér fært að mæla með honum í starfið sökum hinna meintu pólitísku tengsla:

„Það er rétt – hann nýtur ekki okkar stuðn­ings,“ segir íslenskur embættismaður í tölvupósti til finnsks kollega síns þann 8. nóvember síðastliðinn, án þess að rökstyðja skoðun sína. Hún kom þremur dögum síðar:

„Þor­valdur er virkur í stjórn­mál­um. Hann hefur ver­ið, og er ennþá eftir því sem við best vit­um, for­maður Lýð­ræð­is­vakt­ar­inn­ar. Við teljum ekki við­eig­andi að mann­eskja sem er svo virk í stjórn­mál­um, hvað þá ein­hver sem veitir stjórn­mála­afli for­mennsku, sé rit­stjóri NEPR,“

segir síðan í tölvupósti hins íslenska embættismanns frá 11. nóvember, þar sem mælt er með Friðriki Má Baldurssyni í starfið, sem er for­seti við­skipta­deildar Háskól­ans í Reykja­vík.

Hyggst leita réttar síns

Þorvaldur telur einsýnt að þetta hafi orðið til þess að hann fékk ekki starfið, sem hann taldi sig þó hafa fengið, og hyggst hann sækja rétt sinn í málinu, þar sem atvinnuboðið hafi verið ígildi bindandi samnings. Krefst hann skaðabóta vegna málsins.

Þá segir Þorvaldur við Kjarnann að honum hafi hvorki borist afsökunarbeiðni, né staðfesting frá fjármálaráðuneytinu á því að ráðuneytið hafi leiðrétt rangfærslurnar um stjórnmálaþátttöku hans, líkt og ráðuneytið hafi borið við.

Sam­kvæmt Kjarnanum verður Harry Flam, hag­fræði­pró­fessor við Stokk­hólms­há­skóla, næsti rit­stjóri blaðsins.

„Hvernig þorirðu að taka þennan slag?“

Þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, tjáir sig um málið á Facebook.

„Það er nákvæmlega svona sem Sjálfstæðisflokkurinn starfar. Ef þú ert ekki með þeim í liði þá ertu of pólitískur. Þetta gerir það að verkum að meginþorri lögmanna, hagfræðinga og annarra sérfræðinga um ýmislegt er varðað getur stjórnarhætti veigra sér við að tjá sig.“ 

Helga telur þetta einnig gera það að verkum að fjölmiðlafólk hiki frekar en að fjalla um mál.

„Það er líka þess vegna sem þeir sem tjá sig fá spurninguna: „Hvernig þorirðu að taka þennan slag?“. Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hikar ekki við að reyna að hafa störf af heiðvirðu fólki eða e.a. koma í veg fyrir slíka stöðuveitingar. 

Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn í boði VG. Við skulum muna það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur