fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Ýjar að manngerðri kórónuveiru og krefst svara frá Kína –„ Hvers vegna þessi leynd?“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld skulda svör varðandi upphaf kórónuveirunnar og athyglisvert er að þau reyni að koma í veg fyrir alla gagnrýni á viðbrögð sín við faraldrinum. Þetta kemur fram í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Leiðarahöfundur ýjar einnig að því í dag að kórónuveiran hafi orðið til á rannsóknarstofu í Wuhan og vitnar þar í grunsemdir fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar MI6, Sir Richard Dearlove, sem viðraði þá skoðun sína við fjölmiðla fyrir helgi. Er hún byggð á rannsóknum tveggja vísindamanna frá Noregi og Bretlandi, sem töldu kórónuveiruna vera „blending“ tveggja mismunandi kórónuveira og hannaða til þess að berast auðveldlega í menn:

„Annar vísindamannanna gekk raunar lengra en Dearlove, og sagði við Telegraph að Kínverjar hefðu beinlínis greint rangt frá eða treglega um veigamikil atriði um uppruna kórónuveirunnar sem nýst gætu í baráttunni gegn henni.“

Þess skal getið að heilbrigðisyfirvöld hér á landi segja fullsannað að veiran sé ekki manngerð, hún hafi ekki verið búin til á tilraunastofu líkt og kenningar hafi verið uppi um.

„Hvernig er hægt að vera svo viss um þetta? Lausnin felst í því að skoða erfðaefni SARS-CoV-2″,

segir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum. Um þetta má lesa á Vísindavefnum.

Sérstök viðbrögð Kína

Leiðarahöfundur tekur þó fram að hann ætli ekki að fullyrða um hvort niðurstöður þeirra kumpána séu réttar, en dregur fram viðbrögð Kína varðandi alla gagnrýni á faraldurinn:

„Þá má einnig íhuga í þessu samhengi, hvernig kínversk stjórnvöld hafa reynt að koma í veg fyrir alla gagnrýni á það hvernig þau sinntu kórónuveirufaraldrinum í upphafi. Hvers vegna voru þeir læknar í Wuhan sem reyndu að vara fólk við nýrri veiru teknir á teppið og sagt að halda sér saman? Þá er einnig athyglisvert hvernig Kínverjar hafa beitt sér af mikilli hörku gegn þeim sem hafa viljað rannsaka upphaf kórónuveirufaraldursins. Opinbera línan er jafnan sú, að fyrst þurfi að sigrast á faraldrinum áður en rannsókn fari fram, þar sem „núverandi andrúmsloft“ í umræðunni gæti verið skaðlegt rannsókninni. Með þessu er þó skautað framhjá því, að ein helsta ástæðan fyrir því að uppruni faraldursins krefst rannsóknar er að þar gæti einnig verið að finna leiðina til að sigrast á honum.“

Leiðarahöfundur minnist á að Kína hafi sett ofurtolla á ástralskar innflutningsvörur, en Ástralía hefur krafist óháðrar rannsóknar á upphafi kórónuveirunnar. Þá hefur kommúnistastjórnin einnig varað Kínverja við ferðalögum til Ástralíu, þar sem kynþáttatengdum árásum á fólk af asískum uppruna hefði fjölgað:

„Ekki þarf að fara mörgum orðum um það, að sú fullyrðing er hvergi nærri því að vera sannleikanum samkvæm. Aðrir sem hafa vogað sér að setja spurningarmerki við framferði kínverskra stjórnvalda í upphafi faraldursins hafa mátt þola það að vera sakaðir um „kaldastríðshugsunarhátt“, eða þá jafnvel að þeir fylgi bandarískum stjórnvöldum í blindni. Heiftin sem mætir þeim sem vilja spyrja eðlilegra spurninga vekur einungis frekari grunsemdir um að svörin þoli ekki dagsins ljós.“

Þá segir höfundur að Kína hafi það í hendi sér að upplýsa um málið og draga úr tortryggni og gagnrýni, með því að veita svör um málið.

„…fólk um allan heim þarf að fá svör við því hvernig og hvers vegna veiran fór af stað. Ætla má að Kínverjar geti veitt þessar upplýsingar eða í það minnsta aðstoðað við það. Þegar stórkostlega skaðleg veira er annars vegar verða allir að vinna saman að því að finna og veita svör við brýnum spurningum.“

Kína gagnrýnir Morgunblaðið

Sendiherra Kína hér á landi hefur hingað til brugðist harkalega við leiðaraskrifum Morgunblaðsins í málinu og líkt ritstjóranum við Donald Trump. Þá hefur sendiherrann hvatt leiðarahöfund til frekari víðsýni:

„Við vonum innilega að Morgunblaðinu auðnist að verða víðsýnna, virða staðreyndir og láta af ómaklegum árásum á Kína.“

Sjá einnig: Kínversk stjórnvöld líkja Davíð Oddssyni við Donald Trump – „Kína er ósátt við þessi ummæli og andæfir þeim kröftuglega“
Sjá einnig: Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið