fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Nýjar vendingar í Sorpumálinu – „Heimsmeistari í ósannindum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meirihlutinn er að verða heimsmeistari í ósannindum,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í dag og bendir á að forsvarsmenn Sorpu hafi verið staðnir að því að segja ósatt samkvæmt frétt Stundarinnar í dag, sem hún deilir á Facebook.

Það besta í boði

Í síðasta mánuði greindi Stundin frá því að tæknin sem Sorpa notaðist við í nýrri gas – og jarðgerðarstöð sem kostaði 5,3 milljarða, væri úrelt og stöðin myndi aldrei virka með þeim hætti sem lagt var upp með. Átti stöðin upphaflega að kosta 3,7 milljarða.

Framkvæmdastjóri Sorpu, Helgi Þór Ingason, neitaði þessu í viðtali við Stöð 2 skömmu síðar og sagði að tæknin væri þvert á móti sú besta sem fáanleg væri og það skipti miklu máli að hafa valið bestu tæknilausnina. Þá hefur Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og varaformaður í Sorpu fyrir hönd Reykjavíkurborgar, einnig sagt það sama á borgarstjórnarfundi samkvæmt Stundinni.

Ósannar fullyrðingar

Fullyrðingar Helga Þórs og Lífar eru hinsvegar rangar, samkvæmt framhaldsumfjöllun Stundarinnar um málefni Sorpu í dag.

Bent er á að tæknilausnir Sorpu hafi verið þær ódýrustu sem í boði voru, en ekki þær bestu.

Í úrskurði kærunefndar útboðsmála frá 2016 kemur í ljós að sú tækni sem Sorpa keypti af danska fyrirtækinu Aikan fyrir nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, hafi fengið 62.5 stig í mati á tæknilegum eiginleikum.

Tæknilausn þýska fyrirtækisins BTA fékk hinsvegar 86.5 stig í sama mati. Tilboði Aikan var tekið að lokum, en Aikan breytti tilboði sínu eftir að frestur vegna útboða var liðinn og kærði BTA gjörninginn.

Tilboð Aikan hljóðaði upp á 13.3 milljónir evra, en tilboð BTA upp á 46.5 milljónir evra. Tilboð Aikan hækkaði þó í 24,3 milljónir evra vegna villu í útboðinu, sem náði aðeins yfir rekstrarkostnað vélbúnaðar og byggingar í eitt ár í stað 15.

Kaldhæðnislegur kostnaður

 Enn á nokkur kostnaður eftir að bætast við vegna nýju Sorpustöðvarinnar samkvæmt umfjöllun Stundarinnar. Heildarkostnaðurinn er því farinn að slaga upp í þann kostnað sem hefði hlotist af því að taka dýrari tilboðinu sem bauð upp á betri tæknilausn árið 2016.

Almannatenglar sagðir veiti ráðgjöf

Stundin segir erfitt að fá svör frá forráðamönnum Sorpu, en segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Sorpa hafi fengið ráðgjöf frá almannatengslafyrirtækinu Athygli vegna þeirrar neikvæðu umræðu sem skapast hefur um fyrirtækið. Framkvæmdastjóri Athygli vill ekki játa því né neita við Stundina og engin svör fást frá Helga Þór hjá Sorpu, samkvæmt Stundinni.

Færsla Vigdísar í dag er hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur