fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Hagfræðingur gáttaður á stjórnvöldum – „Nokkuð mótsagnakennt að gera þetta svona“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 19:00

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd-Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það virðist nokkuð mótsagnakennt að gera þetta svona,“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur við Háskóla Íslands um þá staðreynd að ríkisstjórnin ætli að verja alls 34 milljörðum til að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja við starfsfólk sitt með hlutabótaleiðinni, en 27 milljörðum til að eyða ráðningarsambandinu með uppsagnaleiðinni, sem gagnrýnd hefur verið fyrir að hvetja fyrirtæki til að segja upp starfsfólki sínu.

Eyjan fjallar um uppsagnaleiðina í helgarblaði DV sem kom út í dag. Þar er meðal annars rætt við Þórólf, sem hefði kosið að hafa styrkina í formi lána með endurgreiðslukröfu. Endurgreiðslan væri þá í takt við innkomu fyrirtækisins síðar meir, ekki ósvipað og hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) notast við, þar sem námslán eru greidd eftir tekjum lánþega.

„Mér fannst miður að menn skyldu ekki horfa á slík sjónarmið hér á landi,“

segir Þórólfur sem sjálfur var stjórnsýslunni til ráðgjafar í málinu. Hann nefnir að það hafi sýnt sig í misnotkuninni á hlutabótaleiðinni að allt sé reynt til þess að svindla á kerfinu, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós:

„Manni sýnist að það hafi verið auðvelt stundum að fá endurskoðendur til þess að búa til það sem þurfti að búa til.“

Nánar má lesa um málið í helgarblaði DV þar sem einnig er rætt við Skúla Eggert Þórólfsson, ríkisskattstjóra og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið