fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Ýjar að vafasömum tengslum bæjarstjóra við Kviku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 12:20

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bæj­ar­full­trúum og almennum Hafn­firð­ingum kross­brá þegar aug­lýs­ing frá Kviku banka um sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veitum birt­ist í Frétta­blað­inu þann 7. maí síð­ast­lið­inn. Bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans voru hvorki upp­lýstir um að sölu­ferli væri hafið né heldur að Kviku banka hefði verið falið að sjá um það ferli enda hafði málið ekki verið tekið til umfjöll­unar á vett­vangi bæj­ar­ráðs, né heldur bæj­ar­stjórn­ar. Þessar upp­lýs­ingar fengu bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans því fyrst að lesa um í fjöl­miðl­um,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson í grein á Kjarnanum.

Óskar er varaformaður Ungra jafnaðarmanna og fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar. Af grein hans má ráða að honum þyki vafasamt að Kviku banka hafi verið falið að sjá um söluna á hlut Hafnarfjarðarbæjar á HS Veitum og ýjar að því að þar kunni að ráða persónuleg tengsl bæjarstjórahjónanna við forsvarsmenn Kviku.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er Rósa Guðbjartsdóttir en eiginmaður hennar er Jónas Sigurgeirsson. Það eru tengls eiginmannsins við Kviku sem Jónas gerir fyrst og fremst að umtalsefni. Jónas rekur bókaútgáfuna BF-útgáfu en Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku banka, er einn af eigendum útgáfunnar. Einnig tengjast Jónas og Kvikubanki í gegnum Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. Rósa hafi síðan tengsl við stjórnendur Kviku í gegnum flokksstarf Sjálfstæðisflokksins, segi Jónas, en hann orðar þetta svona:

„Rósa Guð­bjarts­dóttir og eig­in­maður henn­ar, Jónas Sig­ur­geirs­son, tengj­ast tveimur lyk­il­starfs­mönnum Kviku banka á a.m.k. þrjá vegu. Jónas starfar sem fram­kvæmda­stjóri bóka­út­gáf­unnar BF-­út­gáfu sem gefur út undir heit­unum Bóka­fé­lag­ið, Almenna bóka­fé­lag­ið, Bóka­út­gáfan Björk og Unga ástin mín. Einn af eig­endum BF-­út­gáfu er Ármann nokkur Þor­valds­son, en Ármann er aðstoð­ar­for­stjóri Kviku banka. Aðrir eig­endur BF-­út­gáfu eru Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, Kjartan Gunn­ars­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem dæmdur var í Hæsta­rétti árið 2012 fyrir inn­herja­svik og brot í opin­beru starfi. Auk þess að tengj­ast í gegnum BF-­út­gáfu voru þeir Ármann og Jónas einnig sam­starfs­fé­lagar í Kaup­þingi á árunum fyrir hrun.

Þræðir Kviku banka og Jónasar Sig­ur­geirs­son­ar liggja einnig saman í Rann­sókn­ar­setri um nýsköpun og hag­vöxt. Á vef ­rann­sókn­ar­set­urs­ins er Jónas titl­aður fram­kvæmda­stjóri auk þess sem hann situr í stjórn þess. Með Jónasi í stjórn RNH sit­ur Gísli Hauks­son, for­maður fjár­mála­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­stjóri GAMMA. Gísli var sam­starfs­fé­lagi þeirra Jónasar og Ármanns Þor­valds­sonar í Kaup­þingi en hann seldi Kviku allt hluta­féð sitt í GAMMA í lok árs­ins 2018. Í stjórn­inni sitja einnig þeir Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur og eig­andi Íslenskrar vatns­orku hf, Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Jón­mundur Guð­mars­son, for­stöðu­maður sölu og við­skipta­tengsla hjá Kviku banka.

Auk þess að tengj­ast Jónasi í gegnum RNH teng­ist Jón­mundur einnig Rósu í gegnum Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en Jón­mundur var bæj­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi árin 2002 til 2009 og fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá 2009 til 2014. Rósa var kjörin í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar árið 2006 og hefur verið odd­viti flokks­ins frá árinu 2010. Því hafa þau Rósa og Jón­mund­ur, sem nú starfar hjá Kviku banka, verið sam­verka­menn í flokknum í dágóðan tíma.“

Vill sjá gögn sem styðji ákvörðunina

Jónas segir Sjálfstæðisflokkinn hafa gerst sekan um spillingu við einkavæðingu á ríkiseignum en fer þó ekki nánar út í það. Hann segir að leggja þurfi fram gögn sem sýni að sú ákvörðun að fela Kviku banka umsjón með söluferlinu á hlutnum í HS veitum hafi verið tekin á faglegum grunni:

„Með þessum skrifum er ég heldur ekki að halda því fram að Kvika banki sé rangur aðili til að ann­ast sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­um, sé það á annað borð vilji Hafn­firð­inga að selja hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Bæj­ar­stjóri hlýtur hins vegar að átta sig á því að tengsl hennar við lyk­il­menn í Kviku kunni að vekja upp spurn­ingar og ­gera málið tor­tryggi­leg­t, ­sér­stak­lega þar sem á­kvarð­anir hafa verið teknar með jafn ógagn­sæjum hætti og raun ber vitni.

Kallað hefur verið eftir gögn­um ­sem sýna að ákvörð­unin um að fela Kviku banka verk­efnið hafi verið tekin með fag­legum hætt­i. Von­and­i ­sýna þau með afger­andi hætti að hvorki flokks­tengsl bæj­ar­stjór­ans né við­skipta­tengsl eig­in­manns­ins hafi ráðið för.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur