fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar og Þórður í hár saman – „Ég er ekki viðkvæmur fyrir því að trufla“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 31. maí 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson virðast ekki mjög sáttir hvorn við annan þessa dagana. Í liðinni viku skrifaði Þórður Snær pistil í Kjarnanum um Samherja. Þar ræddi hann um skiptingu félagsins árið 2018 og fréttirnar sem hafa verið áberandi seinustu vikur er varða framsal Samherja frá foreldrum til barna.

Brynjar svaraði skrifum Þórðar í pistli sem birtist einnig á Kjarnanum. Hann sagði Þórð setja „met í rang­færsl­um og útúr­snún­ingi“ og sagði hann vitna í ónafngreinda heimildarmenn sem væru ekki búnir að kynna sér málin nægilega vel.

„Rit­stjór­inn hefur lengi verið upp­tek­inn af hug­tak­inu gas­lýs­ingu (e. gaslighting) sem felst í því að afvega­leiða, ljúga og hanna nýja atburða­rás í þágu til­tek­ins mál­stað­ar. Þannig skrif­aði hann grein um þetta fyr­ir­bæri sem birt­ist í Kjarn­anum hinn 24. sept­em­ber 2017. Hug­takið hefur einnig verið þýtt sem villu­ljós í íslensku máli. Undir þetta fyr­ir­bæri, sem rit­stjóra Kjarn­ans er svo hug­leik­ið, fellur einnig að sleppa með­vitað mik­il­vægum upp­lýs­ingum ef þær þjóna ekki þeim mál­flutn­ingi sem er bor­inn á borð. Má segja að umrædd grein Þórðar Snæs eitt­hvert tærasta dæmi um gas­lýs­ingu eða villu­ljós sem sést hefur í seinni tíð.

Þórður Snær virð­ist hafa sterkar skoð­anir á þeim málum sem hann fjallar um sem blaða­maður og hefur jöfnum höndum skrifað frétta­skýr­ingar og skoð­ana­greinar um umdeild mál. Hefur hann reglu­lega hoppað á milli þess­ara hlut­verka í miðli sín­um. Það virð­ist ekki þjóna mál­flutn­ingi pistlahöfundarins Þórðar Snæs að upp­lýsa les­endur sína um að hlut­hafar Sam­herja hf. munu ekki kom­ast hjá því að greiða millj­arða króna í skatta vegna fram­sals hluta­bréfa í fyr­ir­tæk­inu til afkom­enda sinna. Það verður hins vegar að segj­ast að það er býsna ódrengi­legt af honum að fjalla ekk­ert um þá hlið máls­ins og gefa í skyn að því sé þver­öf­ugt far­ið. Í því sam­bandi skiptir engu máli þótt hann skrifi undir hatti pistlahöfundar í umrætt sinn en ekki blaða­manns.“

„Skrifa niðrandi, og stundum illkvitnislega, um mig og Kjarnann“

Þórður svaraði pistli Brynjars og sagði hann vera úr hópi karla sem tala niðrandi um sig og Kjarnann. Hann segir þessa menn tala um hversu litlu máli Kjarninn skipti, en afsanna sjálfan sig með því að vera einmitt sífellt að hugsa um miðilinn.

„Hópur karla í stjórnmálum og fjölmiðlum hafa ríka þörf fyrir að skrifa niðrandi, og stundum illkvitnislega, um mig og Kjarnann. Aðallega er um að ræða menn úr svipaðri átt, með svipaða áferð, sem er mikið í mun að tala niður Kjarnann og leggja áherslu á að hann skipti engu máli. Að uppistöðu svara ég þeim ekki, en það er áhugaverð hugsunarvilla að vera stanslaust vanstilltur yfir einhverju sem þú telur ekki skipta neinu máli. Ég er ekki viðkvæmur fyrir því að trufla einhverja enda er það eðlilegur fylgifiskur þess sem ég starfa við.“

Þórður segist hafa þurft að fara í mál vegna meiðandi ummæla frá manni sem vildi ekki hætta að ræða um Kjarnann. Þar á hann líklega við um Hannes Hólmstein Gissurarson sem hann kærði árið 2017 fyrir brot á siðareglum Háskóla Íslands.

„Annað leiðarstef þessa hóps er að ég sé borgaður af einhverjum ótilgreindum útlendingum. Einn mannanna, háskólaprófessor, endurtók þetta svo oft án þess að geta sýnt fram á að staðhæfingar hans ættu sér stoð í raunveruleikanum að ég neyddist til að kæra hann fyrir háskólasiðanefnd til að fá hann til að hætta þessu. Það tókst, enda fullyrðingar mannsins meiðandi þvæla án innistæðu.“

„Hvor okkar ber almannahagsmuni fyrir brjósti“

Hann segir að Brynjar hafi stundað þetta niðurtal undanfarin ár og minnist þá á greinina sem hann skrifaði í vikunni. Hann segir að greinin sé upplýsandi, en ekki á þann hátt sem Brynjar ætlaði sér. Hann ákveður þó ekki að útskýra nánar afhverju, en hvetur fólk til að lesa þær báðar svo maður geti séð hvor beri hagsmuni almennings fyrir brjósti.

„Þingmaðurinn Brynjar Níelsson hefur verið í þessu ati undanfarin ár. Ég virðist trufla hann mikið og ekkert við því að gera. Nýlega skrifaði hann blaðagrein þar sem hann setti fram alvarlegar ásakanir á hendur mér í anda þess sem prófessorinn gerði. Að hér væri maður sem gengi laumulega erinda sérhagsmuna fjármagnseigenda gegn almannahagsmunum, og villti á sér heimildir í þeirri vegferð. Sigldi undir fölsku flaggi.

Í dag birtir Brynjar grein á ómerkilega miðlinum sem enginn les víst. Sem er sjálfsagt mál enda á skoðun hans fullt erindi í umræðuna. Raunar er hún afar upplýsandi, en á annan hátt en Brynjar ætlar.

Greinin er full af ótrúlegum útleggingum. En ég ætla að halda mig við þá línu að vera ekki að svara slíkum ávirðingum beint heldur hvet fólk til að lesa annars vegar grein Brynjars og hins vegar leiðarann sem er ástæða hennar. Það er hlekkur á hann inni í greininni. Í kjölfarið er hægt að mynda sér skoðun á því hvor okkar ber almannahagsmuni fyrir brjósti og hvor gengur erinda sérhagsmuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið