fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Forstjóri Atlanta – „Sjáum ekki tækifæri í raunum Icelandair“

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 30. maí 2020 16:35

Baldvin segir tekjur félagsins hafa hríðfallið síðustu vikur. MYND/ANTON BRINK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska flugfélagið Atlanta hyggst ekki stíga inn á íslenska flugmarkaðinn fari svo að Icelandair falli. Þetta segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri félagsins við Eyjuna í helgarblaði DV.

„Í rauninni ekki, nei. Auðvitað fylgjumst við með stöðunni, en við erum í allt öðrum rekstri en þeir. Við höfum verið að einbeita okkur að blautleiguverkefnum erlendis og vélarnar okkar henta ekki þessu leiðakerfi sem Ísland þyrfti á að halda og viðskiptamódelið er einfaldlega gjörólíkt. Það hefur áður komið til tals hjá okkur að nýta Ísland sem stopp á milli Evrópu og Bandaríkjanna, en það hefur aldrei neitt orðið úr því. Ég sé helst fyrir mér að það væri fýsilegasti kosturinn, en eins og staðan er nú sé ég ekki að þörfin kalli á slíkar breytingar. Því sjáum við ekki tækifæri í raunum Icelandair.“

Lítið fer fyrir starfsemi Air Atlanta hér á landi, þar sem félagið flýgur hvorki með farþega né frakt til og frá landinu. Áhrif kórónuveirunnar ná þó víða og hefur félagið orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli undanfarin misseri, líkt og önnur flugfélög.

Lestu nánar um stöðu Atlanta í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið