fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Fáir sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir virðast vera að nýta sér úrræði stjórnvalda um að fá séreignarsparnað sinn greiddan út. Tölur benda til að almennt sé fólk að sækja um heldur lágar fjárhæðir.

„Þetta er varhugavert því séreignarsparnaðurinn er hugsaður sem eftirlaun. Miðað við þessar tölur virðast þeir sem eiga lítinn séreignarsparnað helst vera að taka hann út.“

Hefur Fréttablaðið eftir Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, um útgreiðslurnar. Blaðið fjallar um málið í dag.

Tímabundin heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar er eitt þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna efnahagsáhrifa COVID-19. Samkvæmt heimildinni, sem Alþingi samþykkti í lok mars, getur hver einstaklingur fengið allt að 12 milljónir greiddar úr séreign sinni.

Fréttablaðið leitaði upplýsinga hjá lífeyrissjóðum og öðrum vörsluaðilum séreignarsparnaðar um nýtingu þessa úrræðis. Svör fengust frá aðilum sem ráða samtals yfir rúmlega 80% heildareigna séreignarsparnaðar. Miðað við þau svör sem fengust þá virðist sem langflestar umsóknir séu talsvert undir hámarkinu.

Hjá Gildi lífeyrissjóði var meðalupphæð umsókna tæplega 400.000 krónur. Hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna var meðaltalið tæplega 800.000 krónur og örlítið hærra hjá Stapa. Hjá LSR var meðalupphæðin um 1,7 milljónir og rúmlega tvær milljónir hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur