fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ríkis­stjórnin þarf ekki frekari hvatningu. Þegar ríkið er farið að borga fyrir­tækjum fyrir að reka fólk hljóta allar góðu hug­myndirnar að vera búnar,“

segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar í grein í Fréttablaðinu í dag um ákvörðun stjórnvalda að borga laun starfsfólks einkafyrirtækja í uppsagnarfresti.

Hann segir að fyrirtæki sem ekki geti greitt laun í uppsagnarfresti séu í reynd gjaldþrota og þegar sé til staðar sjóður sem geri upp vangoldin laun við slíkar aðstæður, Ábyrgðasjóður launa:

„Þegar ríkið á­kveður að greiða laun í upp­sagnar­fresti án kröfu um gjald­þrot er það því varla að verja at­vinnu eða tekjur launa­fólks. Það er að verja hluta­fé,“

segir Pawel og nefnir að hlutafélög með takmarkaða ábyrgð séu stórkostleg uppfinning en ríkið ætti helst aldrei að styðja við þau:

„Þau gera fólki mögu­legt að fara út í rekstur án þess að hætta á að tapa al­eigunni ef reksturinn gengur ekki vel. En þeir sem leggja til eða kaupa hluta­fé vita líka að þetta er alltaf á­hættu­fjár­festing sem getur auð­veld­lega glatast öll. Það gerist líka oft. Ef þeir sem fyrir­tækið skuldar hafa trú á því að það geti starfað á­fram og greitt til baka þá geta þeir samið um af borganir og haldið fyrir­tækinu lifandi. En ef kröfu­hafarnir hafa sjálfir ekki slíka trú er ekki sjálf­gefið að ríkið eigi að leysa þá af hólmi og gefa fyrir­tækinu peninga til að það geti haldið sér á floti. Raunar ætti það helst aldrei að gera það.“

Áhættufjárfesting skekkir markaðinn

Pawel segir að markaðslögmálin hafi verið skekkt með þessari aðgerð ríkisins:

„Mörgum að­gerðum ríkisins er ætlað hvort tveggja: að a) bjarga stöndugum fyrir­tækjum og b) ekki gefa pening til fyrir­tækja sem þurfa hann ekki (sem sagt: stöndugra fyrir­tækja). Þetta er aug­ljós inn­byrðis mót­sögn sem skapar furðu­legar leik­reglur á markaði.“

Þá nefnir Pawel kostnaðinn og spyr hvort skynsamlegt sé að breyta leikreglunum :

„Auð­vitað er rétt að reyna að halda uppi at­vinnu­stigi og tryggja að vel­ferðar­kerfið geti tekið á móti þeim sem nú missa vinnuna. En að­gerðir ríkis­valdsins eru þegar orðnar mjög dýrar. Það sem kynnt hefur verið kostar 350 milljarða. Stór hluti þeirra að­gerða miðar að því að breyta leik­reglum frjáls markaðar og að lág­marka tap vegna á­hættu­fjár­festinga. Það má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur