Netkönnun DV um hvernig kjósendur hyggist ráðstafa atkvæði sínu í forsetakosningunum þann 27. júní er lokið, en hún hefur staðið í sólarhring.
Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu nokkuð óvæntar, en þess skal getið að ekki er um vísindalega könnun að ræða og því ber að taka niðurstöðunum með fyrirvara og varast skal að hlaupa að ályktunum.
Alls tóku 27. 115 IP tölur þátt, en atkvæði féllu þannig að sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, hlaut 13.356 atkvæði eða 49 prósent.
Guðmundur Franklín Jónsson fékk 12010 atkvæði, eða 44%.
Alls 374 ætluðu að skila auðu og 347 ætluðu að sitja heima.
Þá voru 1375 óákveðnir (5.04%)