fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir afstöðu hennar til Icelandair

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. maí 2020 15:40

Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur ritar pistil í nýjasta helgarblað DV þar sem hann leiðir líkur að því að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar séu að tala gegn eigin hagsmunum með yfirlýsingum sínum í garð stjórnenda Icelandair. Björn Jón rifjar upp í greininni að það hafi verið lífeyrissjóðir landsmanna sem endurreistu félagið á sínum tíma:

„Icelandair hafði lent í eignarhaldi banka sem ekki gat gengið. Framtakssjóðurinn hafði afl til að koma félaginu á rétta braut, studdur af Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Framtakssjóðurinn hagnaðist um alls 47,7 milljarða króna, en það var hvorki meira né minna en 110% ávöxtun á stuttum líftíma sjóðsins. Í núverandi ástandi í þjóðfélaginu vantar tilfinnanlega öflugan fjárfestingasjóð af þessu tagi.“

Í greininni er líka fjallað um sterka stöðu verkalýðshreyfingarinnar og til marks um það þá nam samanlagt bókfært eigið fé tveggja stærstu stéttarfélaga landsins, VR og Eflingar, nam rúmum 25 milljörðum króna í árslok 2018.

Björn Jón nefnir í pistilinum að Icelandair, eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins, rói nú lífróður:

„Bogi Nils Bogason, forstjóri þess, hefur ekki dregið neina fjöður yfir það að launakostnaður flugstétta vegi þar þyngst og í innanhússkeyti til starfsfólks – sem Ríkisútvarpið sagði frá – kom fram að á sama tíma og unnið væri nótt við dag að bjarga fyrirtækinu fyndi hann að helsta fyrirstaðan værum „við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu“. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði  þessar fullyrðingar „einstaklega ósvífnar“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lét einnig í sér heyra og kvaðst vera orðinn „þreyttur á því að alltaf skuli starfsfólkið vera aðal vandamálið þegar illa gengur þegar annað er augljóst“.

Digurbarkalegar yfirlýsingar koma engum að gagni þegar svo miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Öllum er ljóst að draga þarf verulega úr kostnaði eigi Icelandair að lifa af.“

Þjóðfélagið sé ein órofa heild og hagsmunir rækilega samtvinnaðir, segir Björn Jón:

„…sér í lagi í ljósi beinna ítaka sjóða launafólks í stærstu fyrirtækjum landsins, og þegar eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins rær lífróður skiptir máli að talsmenn launafólks leiti allra leiða til verja tilverugrundvöll þess. Alvöruforystufólk verður að geta hafið sig yfir sífellt karp á götuhornum um allt og ekki neitt“.

Pistil Björns Jóns í heild má lesa í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið