fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landeigendur eru ósáttir við frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um takmarkanir á eignarhaldi jarða og segja þeir það andstætt stjórnarskránni. Í áliti, sem félag í eigu breska kaupsýslumannsins og landeigandans Jim Radcliff, aflaði hjá fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins kemur fram að frumvarpið brjóti gegn EES-samningnum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að markmið frumvarpsins sé að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands og gegn uppkaupum erlendra lögaðila á jörðum hér á landi. Undirbúningur að gerð frumvarpsins hófst um svipað leyti í fyrra og Jim Radcliff bætt enn við jarðeignir sínar hér á landi.

Í umsögnum um frumvarpið kemur fram að tiltekin ákvæði þess brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt, atvinnufrelsi og jafnræði.

Veiðifélagið Strengur í Vopnafirði, sem er að mestu í eigu Radcliff, sendi inn umsögn og með henni ítarlegt lögfræðiálit frá Dr. Carl Baudenbacher, fyrrum forseta EFTA-dómstólsins, sem hann vann fyrir veiðifélagið. Í álitinu færir  Baudenbacher rök fyrir því að ákveðin ákvæði frumvarpsins brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins.

„Það kemur mér ekki á óvart að þeir sem hafa verið að safna að sér jörðum leggist gegn takmörkunum á slíkri samþjöppun. Ég vænti þess að sérfræðingar sem unnu málið fyrir mig muni bregðast við þessum athugasemdum.“

Hefur Fréttablaðið eftir forsætisráðherra um athugasemdirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið