fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt Morgunblaðsins um að Icelandair hyggist semja við nýtt stéttarfélag flugfreyja verði slíkt félag stofnað, hefur vakið hörð viðbrögð. Sem kunnugt er stendur Icelandair í ströngum kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ), en Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að setja eigi á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja sem skipað yrði flugfreyjum sem ekki styðja stefna samninganefndar FFÍ.

Þá greinir Fréttablaðið frá því að Icelandair Group gæti látið reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, svo ráða megi flugfreyjur sem standi utan FFÍ.

Er haft eftir Jóni Karli Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Icelandair, að þetta hljóti að vera möguleiki sem Icelandair taki til skoðunar.

Samninganefndirnar funduðu í morgun og stefnt er á frekari viðræður fram eftir degi, en viðræðureru sagðar á viðkvæmu stigi. Haft var eftir Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, formanni samninganefndar Icelandair í morgun, aðspurð um hvort eitthvað væri hæft í því að fyrirhugað væri að semja við nýtt stéttarfélag flugfreyja, að samninganefndin væri í viðræðunum af heilum hug.

Óviðunandi

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í tilkynningu að hótanir Icelandair séu óviðunandi:

„Flugfreyjur hafa verið samningslausar lengi. Þær hafa staðið sameinaðar og komið fram af heilindum í kjaraviðræðum. Að mæta þeim á þessu stigi samningaviðræðna með hótunum um að ganga gegn lögum og leikreglum á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óviðunandi. Framganga Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur hefur verið með ólíkindum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rótgróna flugfélags. Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kallaðar union busting og ganga út á að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja með hendur í skauti andspænis slíkum aðgerðum.“

Þá mótmælir ASÍ harðlega vangaveltunum sem settar eru fram í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu og krefur stjórnvöld um afstöðu:

„Þessar vangaveltur eru settar eru fram á mjög viðkvæmu stigi samningaviðræðna og virðist tilgangurinn sá einn að hafa áhrif á starfsemi FFÍ og reka fleyg í samstöðu félagsmanna. Þær byggja einnig á mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ.
Alþýðusamband Íslands áréttar að stéttarfélög eru félög launafólks sem njóta verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum er óheimilt að skipta sér af. Icelandair getur ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum.

Raungerist fyrrnefndar vangaveltur á Icelandair ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks. ASÍ krefst þess að stjórnvöld stígi fram og taki af öll tvímæli um að þau hyggist ekki styðja ólögmætt og ósiðlegt athæfi Icelandair.“

Kúgunartaktík

Miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum gæti verið um hræðslutaktík að ræða hjá Icelandair, til að fá FFÍ til að semja, enda tíminn að renna út. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt að semja verði fyrir hluthafafund félagsins, sem er á föstudag.

Meðal þeirra sem gagnrýna þetta mögulega útspil er Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra VG. Hún endurbirtir orð Hildar Lilliendahl Viggósdóttur, femínistafrömuðar og starfsmanns Reykjavíkurborgar og segist taka undir þau á Facebook:

„Ef þessi tilraun Icelandair til að kljúfa frá flugfreyjurnar sem af einhverjum ástæðum kjósa eða neyðast til að semja á þessum ömurlegu forsendum, þá mun ég aldrei aldrei versla við þetta ógeðslega fyrirtæki framar. Þessi lúalega kúgunartaktík er með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð í kjaradeilum undanfarinna missera. Mér er svo misboðið að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér.“

Skítabissniss

Kolbrún tekur einnig undir orð Illuga Jökulssonar, fjölmiðlamanns og rithöfundar, sem segir félaginu til syndanna:

„Löngum hefur verið ætlast til að við Íslendingar lítum á Icelandair sem „félagið okkar“ og við eigum öll að hafa það með í bænunum okkar á kvöldin. Og vissulega hefur manni þótt á einhvern hátt vænt um þetta félag og forvera þess. En ef félagið er virkilega komið út í svona skítabissniss til að reyna að sniðganga og snúa niður stéttarfélag flugfreyja, sem hafa unnið af trúmennsku fyrir félagið sumar í áratugi, þá getur þetta félag farið norður og niður fyrir mér.“

Strandi á lífeyrissjóðunum

Eiríkur Jónsson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands segir málið aldrei verða að veruleika, það muni stranda á lífeyrissjóðunum:

„Gangi þetta eftir er sjálfgefið að enginn lífeyrissjóður mun fjárfesta í Icelandair. Það er útilokað að fulltrúar stéttafélaga í stjórnum sjóðanna samþykki slíkan gjörning og þar með er málið dautt.“

Kunnugleg þróun

Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, segir það sama vera að gerast hjá Icelandair og í kaupskipaflotanum í sínum tíma:

„Á bak við þessar deilur sýnist mér vera sama þróun og varð í kaupskipaflotanum. Menn „flögguðu út“. Samkeppnisaðilar eru með fólk á lágum launum og félögin skráð erlendis. Flugrekstur með höfuðstöðvar í hálaunalöndum mun í ríkum mæli leggjast af á næstu árum. Mögulegt gjaldþrot Iceland air í kjölfar kjaradeilna gæti verið dæmi um þetta. Vonandi verður áfram hægt að reka flugfélag á Íslandi sem borgar góð laun en ég er ekki bjartsýnn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið