En út frá nýrri áætlun Karls gæti síðari talan lækkað enn meira. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að rúmlega fimmti hluti þeirra, sem fóru á hlutabætur, starfi í verslun. En verslunin hefur komið betur út úr síðustu vikum en reiknað var með að sögn Samtaka verslunar- og þjónustu og það gæti vegið þungt í fækkun þeirra sem nýta sér hlutabótaleiðina. Ekki liggur þó enn fyrir hversu margir fara aftur í fullt starf.
18 prósent, þeirra sem fóru á hlutabætur, starfa í iðnaði, sjávarútvegi og skyldum greingum. Ef erlendir markaðir, aðallega í Evrópu, opnast á nýjan leik gæti haft jákvæð áhrif á atvinnustigið í þessum greinum.
Starfsfólk í opinberri þjónustu, hjá félögum og í menningu var um 11 prósent þeirra sem fengu hlutabætur í apríl. Haft er eftir Karli að ætla megi að 30 til 40 prósent þeirra fari í fullt starf í maí og hætti að þiggja hlutabætur.