fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Stefán segir Guðmund Franklín vera rugludall og glataðan frambjóðanda – Vill samt sjá kosningar

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birti Stefán Pálsson, sagnfræðingur færslu á Facebook-síðu sinni. Í færslunni ræddi hann forsetakosningarnar sem eru fram undan. Hann sagði að það gæti verið mikilvægt að halda kosningarnar þó að hann væri mikill stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta.

Stefán segir að honum finnist Guðmundur Franklín vera glataður frambjóðandi sem eigi lítinn sem engan séns á sigri, en heldur samt fast í afstöðu sína er varðar mikilvægi kosninganna

„Til varnar forsetakosningum:

Áður en lengra er haldið vil ég að tvennt sé á hreinu.

i) Ég studdi Guðna Th. Jóhannesson sem forseta 2016, vann fyrir framboð hans og tel hann hafa staðið sig vel. Ég styð hann aftur í komandi kosningum og mun aftur vinna fyrir framboðið.

ii) Ég tel að Guðmundur Franklín Jónsson sé glataður frambjóðandi og muni líklega ekki fá nema 5% atkvæða. Það verður samt nokkrum prósentum of mikið.

…engu að síður tel ég jákvætt að það verði forsetakosningar í vor.“

Stefán segist ekki beita neinum lýðræðisrökum. Hann efist um að frjóar umræður muni eiga sér stað. Hann nefnir þó tvær ástæður fyrir skoðun sinni.

„Ég byggi þá afstöðu ekki á lýðræðisrökum, að það sé eitthvað sérstaklega göfugt við að rugludallur (eins og Guðmundur Franklín vissulega er) geti virkjað einhvern framboðsrétt. Þessar kosningar munu ekki á nokkurn hátt stuðla að frjórri umræðu um forsetavald og lýðræði. Þvert á móti jafnvel.

Ástæðan fyrir því að ég fagna kosningum í sumar er tvíþætt. Önnur tekur mið af aðstæðum um þessar mundir. Hin er algildari.

Í fyrsta lagi tel ég að forsetakosningar nú séu efnahagslega jákvæðar. Ríkið er í dauðaleit að mannaflsfrekum einskiptisaðgerðum, þar sem hægt er að dæla út pening í launakostnað án þess að stofna til framtíðarskuldbindinga og væntinga um endurtekin útgjöld. Keynesisminn segir okkur að besta leiðin út úr kreppu sé sú að ráða mann til að grafa holu að morgni og fylla upp í hana að kvöldi. Kosningar kosta kannski 400 milljónir, en renna svona 95% í launakostnað innanlands: til prentara, yfirsetufólks, kjörstjórna, húsvarða í grunnskólum… þetta er fáránlega skilvirk leið til að skapa samfélagslega virkni og koma smáfjárhæðum til almennings.“

Seinni ástæðan sem Stefán nefnir er að fyrirsjáanlegar kosningar séu frábært tækifæri til að æfa kjörstjórnir og prófa nýjungar, eða eins og hann kallar það, „að smyrja vélina.“

„Í öðru lagi er gott að smyrja vélina. Ein af frumforsendum þess að lýðræðið í okkar samfélagi virki er sú að kosningar gangi stóráfallalaust fyrir sig. Það er ekkert grín að halda kosningar og öflugar og reyndar kjörstjórnir eru ein forsenda þess. Óspennandi forsetakosningar þar sem sitjandi forseti vinnur stórsigur, með frekar hófsamri kjörsókn og einfaldri framkvæmd er frábær æfing fyrir kerfið. Það gefur færi á að kjörstjórnir prófi hvers kyns nýjungar, án þess að mikið sé í húfi. Og ef vel ætti að vera gætu sveitarstjórnir vítt og breitt um landið notað tækifærið fyrir hvers kyns íbúakosningar um aðskiljanlegustu mál sem varla væri verjandi að efna til einna og sér. Lengi lifi kosningar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund