fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Auðmenn og fjárfestar horfa hýru auga til Play vegna vanda Icelandair – „Alltaf opnir fyrir tækifærum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 15. maí 2020 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir auðmenn og umsvifamiklir fjárfestar eru sagðir bíða færis á bakvið tjöldin, tilbúnir að styðja duglega við flugfélagið Play, ef svo fer að Icelandair endi „í faðmi ríkisins“ sem talin er líklegasta niðurstaðan, þar sem félagið sé talið of kerfislega mikilvægt til að verða látið verða gjaldþrota. Eru þeir sömuleiðis sagðir líklegir til að hverfa af brott nái Icelandair sér á strik.

Er fjárfestingafélag Björgólfs Thor Björgólfssonar, Novator, og fjárfestingafélagið Stoðir sérstaklega nefnt í þessu sambandi. Þetta kemur fram í Mannlífi í dag.

Haft er eftir Júlíusi Þorfinnssyni, framkvæmdastjóra Stoða, að fylgst sé með stöðu mála, en hann hvorki játar né neitar fyrir að félagið ætli sér að stíga inn í atburðarrásina:

„Eðli málsins samkvæmt erum við alltaf opnir fyrir tækifærum og hljótum því að fylgjast með þessu.“

Stoðir, einn stærsti eigandi Arion banka, eru reistar á grunni FL Group, sem var áður stærsti eigandi Icelandair. Fram kemur í Mannlífi að flugsagan sé mikil þar, með menn á borð við Magnús Ármann, Þorsteinn (í kók) Jónsson og Örvar Kærnasted hjá TM, sem séu meðal fjárfesta Stoða, en þeir voru allir í FL Group áður.

Sá möguleiki að láta Icelandair fara á hausinn hefur þó einnig verið ræddur samkvæmt heimildum Eyjunnar.

Sjá nánar: Er planið að láta Icelandair fara viljandi í gjaldþrot ? „Algerlega raunhæf hugmynd“ segir hagfræðiprófessor

Sjá einnig: Er þetta raunverulega ástæðan fyrir hörkunni í kjaraviðræðum Icelandair ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið