Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu úr röðum ríkisstjórnarflokkanna. Segir blaðið að samkvæmt þessum heimildum hafi VG hafnað þessum fyrirætlunum en hins vegar hafi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur viljað fara í þær. Málið var að sögn ekki rætt formlega innan ríkisstjórnarinnar en VG er sagt hafa hafnað þessari hugmynd alfarið í óformlegum samtölum milli flokkanna.
Heimildir Morgunblaðsins herma að meðal annars hafi verið áformað að byggja upp stórskipahöfn, ný gistirými og vöruhús. Gera megi ráð fyrir að mörg hundruð störf hefðu skapast við þessar framkvæmdir. Mörg tímabundin en tugir ef ekki hundruðir varanlegra starfa.