fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Fréttastjórinn sótti pólitíska stjórnarfundi RÚV – Svarar leiðara Viðskiptablaðsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 15:30

Rakel Þorbergsdóttir - Mynd Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fundargerðum stjórnar RÚV, sem Viðskiptablaðið fjallar um í dag, kemur fram að fréttastjóri RÚV, Rakel Þorbergsdóttir, hafi mætt á tvo stjórnarfundi á 18 mánaða tímabili til að „kynna helstu verkefni fréttastofunnar og helstu verkefni næstu mánuði.“

Í umfjöllun blaðsins kemur einnig fram að meira hafi verið rætt um pólitík heldur en rekstrartengd mál stofnunarinnar á fundunum, en stjórn RÚV er sem kunnugt er pólitískt skipuð.

Sjá einnig: Pólitíkin allsráðandi á stjórnarfundum RÚV – Fundargerðir „birtar“ og ljóstrað upp um Lilju

Eldveggur úr pappa

Í leiðara Viðskiptablaðsins er síðan ýjað að því að með þessu hafi eldveggurinn milli ritstjórnar og stjórnar RÚV mögulega verið brotinn, alltént sé hann í þynnra lagi og spurt hvað annað hafi verið rætt á fundinum. Því sé hið meinta „rómaða“ hlutleysi RÚV orðin tóm, þar sem hin pólitíska stjórn RÚV sé alltumlykjandi:

„Á því eina hálfa ári sem fundargerðirnar ná til má sjá að fréttastjóri mætir á tvo fundi til að „kynna helstu verkefni fréttastofunnar og helstu verkefni næstu mánuði“. Ekki er greint sérstaklega frá umræðunum, sem voru í gangi á meðan á þessum kynningum fréttastjórans stóð. Um hvað var rætt? Allt þetta hlýtur að vekja upp spurningar um það hvort eldveggurinn á milli pólitískt skipaðar stjórnar og sjálfstæðrar ritstjórnar og dagskrárgerðar sé úr pappa og hvort hið margumrædda og „rómaða hlutleysi“ Ríkisútvarpsins séu orðin tóm. Hin pólitískt skipaða stjórn virðist allt umlykjandi,“

segir í leiðaranum.

Eldveggurinn traustur

Eyjan hafði samband við Rakel til að bera undir hana áhyggjur Viðskiptablaðsins. Neitaði hún fyrir að ritstjórnarlegt sjálfstæði fréttastofunnar hefði verið í hættu á fundunum:

 „Ég get bara talað um þessi sex ár sem ég hef verið fréttastjóri, en ég hef mætt um það bil einu sinni á ári á slíka fundi. Á þessa fundi mæta allir framkvæmdastjórar RÚV og kynna það sem framundan er, í mínu tilfelli til dæmis varðandi stöðu fréttastofunnar, traust til hennar, áhorf, hlustun, veflestur og slíkt. Það er ekki verið að ræða efnislega fréttir eða ritstjórnarstefnu. Þetta er meira formsatriði með tölulegum upplýsingum og nýjungum eða breytingum sem fyrirhugaðar eru. Ég upplifi þessa fundi aðeins sem umræðu um rekstrarlega hlutann á mínu starfi. Ef spurningar koma sem þykja ganga of nærri fréttatengda hlutanum, er þeim vísað frá.“

Aðspurð hvort Rakel telji ákjósanlegt að stjórn RÚV sé pólitískt skipuð, vildi hún ekki gefa upp afstöðu sína.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður