fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Eyjan

Framburður vitna bendir til að Pétur hafi verið sakaður um kynferðislega áreitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valtýr Þór Hreiðarsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Svalbarðsstrandarhreppi og hótelrekandi, segir gögn benda til þess að Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, hafi í raun verið sakaður kynferðislega áreitni í starfi og stjórn Eyþings hafi ekki sagt satt þegar hún neitaði opinberlega staðhæfingum Péturs um að ásakanir um kynferðislega áreitni hafi verið á meðal ávirðinga sem urðu til þess að Pétri var sagt upp störfum.

Valtýr lagði fram bókun um málið á sveitarstjórnarfundi Svalbarðsstrandarhrepps í fyrradag. 

Eyþing (sem heitir reyndar SSNE í dag) er samband sveitarfélaga í Eyjarfirði og Þingeyjarsýslum. Pétri Þór Jónassyni var boðinn starfslokasamningur á fundi með stjórn Eyþings í október árið 2018. Málið endaði hins vegar með uppsögn (Sjá Fréttablaðið 18. apríl). Pétur fór í mál gegn Eyþingi vegna uppsagnarinnar og þau málaferli enduðu í dómsátt þar sem Eyþing greiddi Pétri tæpar 15 milljónir króna.

Í viðtali við Morgunblaðið sagði Pétur að að stjórn Eyþings hefði tilkynnt honum að „Me too“ mál væri í gangi gegn honum og samstarfskona hafi sakað hann um kynferðislega áreitni.

Stjórn Eyþings hafnaði þessu í yfirlýsingu og sagði að orðalagið „kynferðisleg áreitni“ væri komið frá honum sjálfum en samstarfskona hefði kvartað undan samskiptum við hann. Sagði stjórnin það „óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega“ eftir að sátt hefði náðst í því.

Ætlar að finna sannleikann í málinu

Pétur Þór Jónasson brást við yfirlýsingu stjórnar Eyþings með grein í Morgunblaðinu þar sem hann ítrekaði fullyrðingar sínar og sakaði stjórnina um ósannindi. Hann minnti jafnframt á að ásakanir um kynferðislega áreitni væru grafalvarlegt mál sem gæti vegið mjög að mannorði þess sem fyrir ásökuninni yrði.

Í sama streng tekur Valtýr Þór Hreiðarsson í bókun sinni, en hann segir meðal annars: „Ásökun um kynferðislega áreitni er alvarlegt mál. Þá felst í yfirlýsingu stjórnar alvarleg ásökun á vitni um að hafa sagt ósatt.“

Valtýr segist hafa rætt við tvö vitni sem voru kölluð til aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Segir hann að framburður þeirra sé í algjörri andstöðu við fullyrðingar stjórnar um að orðalagið „kynferðisleg áreitni“ sé komin frá Pétri sjálfum. Valtýr segist ætla að leita sannleikans í málinu en bókun hans er er eftirfarandi:

 „Í bókun 41. fundar hreppsnefndar 17. mars sl. kom fram, að svo virtist vera að stjórnsýsluleg mistök hafi átt sér stað þegar þáverandi framkvæmdastjóra Eyþings var sagt upp störfum.

Í stefnu lögmanns fyrrum framkvæmdastjóra dags. 23.04.2019 kemur m.a. fram: „Auk þess séu meginreglur stjórnsýsluréttar þverbrotnar, bæði hvað varðar andmælarétt og meðalhóf“. Samkomulag um dómssátt og í kjölfarið greiðsla dágóðrar summu virðist undirstrika að málsbætur Eyþings varðandi meinta ólöglega uppsögnina séu af skornum skammti . Áður hefur komið fram að kostnaður Eyþings af þessum gerningi hafi alls numið góðum 30 miljónum, sem greitt er af almannafé.

Nokkur umræða hefur verið um málið í fjölmiðlum undanfarnar vikur og sýnist sitt hverjum.

Það vekur athygli að stjórn SSNE og fyrrum fulltrúar stjórnar Eyþings sendu frá sér þann 17. apríl sl. sundurliðaðar athugasemdir við viðtal sem birtist við fyrrum framkvæmdarstjóra í Morgunblaðinu 16. apríl sl. Án þess að tíunda svarið í heild sinni þá vekur fyrsti liður sérstaka athygli en þar segir: „Stjórn Eyþings hefur aldrei sakað Pétur Þór Jónasson um kynferðislega áreitni á vinnustað heldur þurfti stjórn að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta.Orðið kynferðisleg áreitni er frá honum sjálfum komið.“

Málshefjandi hefur rætt við tvö vitni sem kölluð voru til við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Framburður þeirra er í algerri andstöðu við fullyrðingar stjórnar um að orðið kynferðisleg áreitni sé frá honum sjálfum komið. Upptök ásökunar hafi átt sér stað hjá fulltrúum stjórnar Eyþings. Ásökun um kynferðislega áreitni er alvarlegt mál. Þá felst í yfirlýsingu stjórnar alvarleg ásökun á vitni um að hafa sagt ósatt.

Málshefjandi telur fulla ástæðu til þess leita sannleikans í þessu máli og mun kalla eftir frekari gögnum sem styðja þá leit. Sveitastjórnir hafa eftirlitsskyldu með sameiginlegum störfum sínum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins