fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Er planið að láta Icelandair fara viljandi í gjaldþrot ? „Algerlega raunhæf hugmynd“ segir hagfræðiprófessor

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. maí 2020 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er reynir Icelandair nú að semja við flugfreyjur og flugmenn. Að sögn flugmanna sem Eyjan hefur talað við hefur það borist þeim til eyrna að hópur innan Icelandair vilji láta félagið fara á hausinn svo hægt sé að ná betri samningum við flugfreyjur og flugmenn.

Einnig væri hægt að freista þess að kaupa hluta starfseminnar, eins og leiðarkerfi, tölvukerfi og annað úr þrotabúinu á hagstæðu verði og byrja upp á nýtt með tiltölulega litlum tilkostnaði.

Þetta hljómar nokkuð bratt, allt að því ævintýralegt og eru flugmenn óvissir um hvort hræðsluáróður sé að ræða í kjarabaráttunni, eða hvort um raunverulegan valkost sé að ræða, enda séu nú uppi fordæmalausir tímar, þar sem menn eru líklegri til að grípa til örþrifaráða.

Raunhæfur kostur

Eyjan hafði því samband við Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor í Háskóla Íslands, til að meta hversu raunhæf slík leið væri. Hann sagði að um raunhæfan kost væri að ræða, þetta snerist bara um hvaða niðurstöðu menn reiknuðu sig niður á:

„Þetta er ekki alveg fáránleg hugmynd. Ef Icelandair yrði látið gossa yrði það væntanlega á forræði kröfuhafanna. Svo er líka spurning hvernig skuldaeigendur myndu taka á málunum. Það er erfitt að fullyrða um hvort þetta teljist skynsamlega leið, en menn þurfa að hafa sæmilega vissu um að það sé hægt að kaupa út rekstrarpartinn af þrotabúinu. Sölukerfið, leiðakerfið, vélarstæðin erlendis og þennan innri strúktúr sem er svo dýrt að koma upp. Svo er auðvitað alltaf áhætta að önnur félög stígi inn og geri hagstæðari tilboð. Þetta er algerlega raunhæf hugmynd, þetta er bara reikningsdæmi sem menn þurfa setjast yfir, ætli þeir sér að fara slíka leið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti