fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Landsmenn ætla að versla innanlands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 07:35

Kringlan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 38 prósent, þeirra sem tóku afstöðu, reikna með að versla meira við íslensk fyrirtæki en áður. Rúmlega 60 prósent reikna með að versla svipað mikið og áður við íslensk fyrirtæki en aðeins rúm tvö prósent reikna með minni verslun.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið sem skýrir frá niðurstöðunum í dag.

Þegar spurt var um viðskipti við erlend fyrirtæki, til dæmis netverslanir, sögðust 48 prósent ætla að versla minna við erlend fyrirtæki og 48 prósent sögðust ætla að versla meira við erlend fyrirtæki. Fjögur prósent sögðust reikna með að versla meira við erlend fyrirtæki.

„Þetta er ánægjuleg niðurstaða og kemur mér ekki á óvart. Það er ánægjulegt að fá það staðfest að þegar á reynir er tryggð neytenda við innlend fyrirtæki.“

Hefur Fréttablaðið eftir Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra verslunar og þjónustu, um niðurstöðurnar. Hann sagði þetta í takt við þá tilfinningu sem samtökin hafi og falli vel að áherslum stjórnvalda og atvinnulífsins um innlenda verslun.

Auglýsingaherferð fór af stað um helgina þar sem neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum í eins miklum mæli og þeir geta til innlendra fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið