fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Varðskipið Óðinn siglir á ný – Vélarnar ekki verið ræstar í 15 ár

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. maí 2020 09:59

Mynd - LHG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollvinasamtök Óðins í samvinnu við Landhelgisgæsluna ætla að sigla varðskipinu Óðni út á ytri höfn Reykjavíkur í dag, mánudag, og ræsa aðalvélar skipsins í fyrsta sinn í tæp fimmtán ár. Skipið hefur undanfarin ár verið hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Í janúar voru liðin 60 ár frá því varðskipið Óðinn kom til landsins, nýsmíðað frá Danmörku og þótti eitt best búna björgunarskip í Norðurhöfum.

Áætlað er að að leysa landfestar klukkan 13:00 og fara með skipið út á ytri höfn Reykjavíkur. Það verður gert í fylgd hafnsögubátsins Magna og eftirlitsbáts Landhelgisgæslunnar, Óðins. Gert er ráð fyrir að gangsetja aðalvélar skipsins í fyrsta sinn í fjölmörg ár. Sjálfboðaliðar hafa undanfarna mánuði unnið að því hörðum höndum að gera vélarnar gangfærar.

Skipið er við bryggju sem er á milli Kaffivagnsins og Sjóminjasafns Reykjavíkur.

Ferðin gæti tekið um þrjá tíma í heildina. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði. Boðið verður upp á kaffi um borð og einnig skutli í land ef á þarf að halda.

Um Óðinn segir á heimasíðu Landhelgisgæslunnar:

Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd.

Varðskipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins. Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip fjórtán sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa. Óðinn sinnti almennu veiðieftirliti alla tíð og beindist það bæði að íslenskum og erlendum skipum. Fylgjast þurfti með hvar var veitt og hvernig veiðarfærin voru. Einnig var Óðinn oft kallaður til þegar ófærð var í landi og erfiðleikar við fólks- og vöruflutninga, ekki síst í afskekktustu byggðum landsins.

Síðasta sjóferð Óðins í þágu Landhelgisgæslunnar var farin í júní 2006 nánar en þá var stefnan tekin á Bretlandseyjar í kurteisisheimsókn. Á leiðinni var ákveðið að sigla um svæði þar sem erlendir togarar voru grunaðir um að halda sig án leyfis og tilkynninga. Stóð Óðinn færeyskan togara að því að sigla inni í íslenskri efnahagslögsögu án þess að tilkynna sig eða hafa veiðileyfi, var hann tekinn í landhelgi eins og talað var um áður fyrr. Í ferðinni var forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Kr. Lárusson sem lenti þar með í vinnu við skýrslugerð og að gefa lögfræðilegar ráðleggingar en skipherrann í síðustu ferð Óðins var Sigurður Steinar Ketilsson sem nú er skipherra á Tý.

Óðinn er með sérstaklega styrkt stefni og byrðing fyrir siglingar í ís. Um borð eru tvær aðalvélar sem skila 18 sjómílna ganghraða, ásamt ljósavélum. Siglinga- og fjarskiptatæki voru ætíð af bestu gerð. Dráttarspil var 20 tonna, fyrir 3 km langan dráttarvír.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið