Fram kemur að með samningnum hafi náðst sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Kjarabæturnar, fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, eru sagðar beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna síðan í byrjun febrúar.
Önnur meginatriði samningsins eru að grunnlaun hækka um samtals 90 þúsund krónur á samningstímanum, vinnuvikan verður stytt, 61 þúsund króna framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira.
Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki þeirra 270 félagsmanna sem hann nær til. Verkfalli Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur því verið aflýst frá og með deginum í dag, 11. maí.