fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Samningar náðust á milli Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 05:55

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Eflingar og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gærkvöldi nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir fyrir þá félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningnum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg.

Fram kemur að með samningnum hafi náðst sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Kjarabæturnar, fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, eru sagðar beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna síðan í byrjun febrúar.

Önnur meginatriði samningsins eru að grunnlaun hækka um samtals 90 þúsund krónur á samningstímanum, vinnuvikan verður stytt, 61 þúsund króna framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira.

Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki þeirra 270 félagsmanna sem hann nær til. Verkfalli Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur því verið aflýst frá og með deginum í dag, 11. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á