fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Rýmka skilyrði með því markmiði að fjölga kennaranemum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. maí 2020 15:30

Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að fjölga kennurum fela meðal annars í sér styrki til kennaranema og launað starfsnám þeirra. Skilyrði fyrir styrkveitingum hafa nú verið rýmkuð og er námsstyrkur ekki lengur bundinn við skil lokaritgerðar, samkvæmt tilkynningu

„Styrkirnir ná nú til allra kennaranema á lokaári, óháð áherslum þeirra í námi og samræmist það meginmarkmiðum aðgerða okkar um að fjölga kennurum á Íslandi. Kennaranemar hafa nú val um að ljúka námi sínu án þess að skila stóru lokaverkefni, og geta nú fengið til þess styrk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum,“

segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda sem gildi tóku í ársbyrjun hafa þau áhrif á fyrirkomulag kennaranáms að frá næsta skólaári munu allir kennaranemar hafa val um að ljúka kennsluréttindum með nýrri MT gráðu sem felur ekki í sér 30 ECTS eininga lokaverkefni ef þeir óska þess. Þá munu nemendur sem hafa meistarapróf í faggrein og innritast í kennaranám einnig geta sótt um námsstyrk.

Ný skilyrði styrkveitinga eru:

  • Nemendur á lokaári kennaranáms geta sótt um námsstyrk. Markmið styrksins er að fjölga kennurum, skapa hvata til þess að þeir útskrifist á tilsettum tíma og ráði sig til kennslu. Styrkurinn nemur að allt að 800.000 kr. til nemenda í 120 eininga námi og greiðist fyrri helmingurinn þegar staðfesting liggur fyrir að nemandi hafi lokið 90 ECTS einingum í meistaranámi og seinni helmingurinn þegar nemandi hefur lokið námi.
  • Nemendur sem hafa meistarapróf í faggrein og innritast í 60 eininga kennaranám til fá réttindi til kennslu geta sótt um námsstyrk sem nemur allt að 400.000 kr. sem greiðist út í einu lagi við námslok.
  • Nemandi sækir um styrk til þess háskóla sem hann stundar nám við. Réttur til að sækja um síðari hluta námsstyrksins fellur niður ef kennaranemi lýkur ekki námi innan árs frá móttöku fyrri helming styrksins.

Metaðsókn var í kennaranám í fyrra en boðið er upp á fjölbreytt kennaranám við fjóra háskóla hér á landi; Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið